Langt en samt stutt

Síðustu sex mánuðir hafa verið þeir lengstu sex mánuðir sem ég hef lifað. Samt hafa þeir ekki verið þeir lengstu sex mánuðir sem ég hef lifað. Skrítið. En svona er þetta nú samt. Í dag eru sex mánuðir síðan litli Gullrassinn minn ákvað að tími væri kominn á að hlaupa um himininn og pússa regnbogann. Ég var búin að kvíða þessum degi svolítið en þrátt fyrir allt, var dagurinn bara fínn dagur. Held reyndar að Gullrassinn minn styðji svolítið við mig og sýni mér stórglæsilega og nýpússaða regnboga reglulega til að gleðja mitt hjarta. En ég sakna hans samt endalaust. Ég er reyndar svo heppin að eiga helling af frábærum minningum og myndum af honum sem slá á söknuðinn. Ég er bara svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur svona lengi og svo þakklát fyrir það sem hann kenndi mér og öðrum. Ég mun alltaf hafa þann lærdóm í farteskinu.

Huginn Heiðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Fjóla, mín reynsla er sú að maður kvíður deginum oft meira en þörf er á. Ég eyddi nánast öllu sumrinu í ofsakvíða vegna árs dánardags Hilmars. Þetta er eðlilegt. Maður býst við að dagurinn verði eins og sá sem talið er frá.

Hjartaknús

Þetta er yndisleg mynd af Gullrassinum -svo hjartanlega glaður með mömmu sinni

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: .

Yndisleg mynd af ykkur Hugin ....... og yndislegur stubbur sem hleypur og pússar regnbogann fyrir pabba og mömmu.  Knúsaðu Mumman þinn fyrir mig ... og stórt knús til þín, duglega Fjólan mín.

., 25.9.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Dísa Dóra

Æ hvað þetta er falleg mynd af ykkur mæðginunum.  Ég er líka viss um að litli Gullrassinn pússar regnbogan alveg extra fyrir mömmu sína og auðvitað þarf hann að sýna þér hve duglegur hann er

Dísa Dóra, 25.9.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Falleg mynd að ykkur saman

Sendum ykkur stórt knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 14:29

5 identicon

Mamma (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Árný Sesselja

 knús til ykkar allra....

Árný Sesselja, 25.9.2008 kl. 21:55

7 identicon

Glaðastur , skil þig afskaplega vel. Knús á ykkur öll

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:36

8 identicon

Þið eruð bara flottust! Kanski hafa þeir hist Hugin þinn og Guðmundur minn og gefið hvor öðrum risa knús

Hrönn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yndisleg mynd. Knús yfir hafið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:11

10 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Frábær gleðimynd af ykkur mæðginum. Hafið það sem best.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband