21.6.2008 | 22:11
Sumarhátíð og nett áfall.
Í dag fórum við unnustinn í Rjóður á sumarhátíð sem haldin er þar árlega. Það var gaman og skemmtilegt en ég væri að ljúga ef ég segði ekki að sporin frá bílastæðinu inn í húsið hefðu ekki verið erfið. Ég var bæði með hnút í maganum og aukinn hjartslátt enda ekki farið þangað síðan áður en Huginn dó. Starfsfólkið tók vel á móti okkur og sögðu að þau væru svo ánægð með að við skyldum koma. Þau sakna auðvitað líka Hugins enda stór partur af starfi þeirra. Mörg barnanna spurðu um Hugin, hvar hann væri og afhverju hann hefði ekki komið. Þau sættust á að hann væri núna Engill og því sæjum við hann ekki. Sumarhátíðin tókst vel enda frábært veður. Hreimur í Landi og Sonum kom að venju og söng nokkur lög fyrir börnin, Fjölnir (fyrrverandi Spicegirlsmaki) kom með tvo hesta og leyfði börnunum að fara á hestbak sem þeim fannst frábært. Hann vildi reyndar líka fá foreldrana á bak og ég var að spá í að skella mér en þá mundi ég eftir þvi að ég væri í þröngu pilsi og hann var ekki með söðul Gosi ætlaði líka að koma en greyið fékk kvef í sitt laaanga nef og komst því ekki. Lasinn heima með hor og slef.
Skruppum aðeins eftir sumarhátíðina niður á Austurvöll þar sem fjöldi fólks var saman komin með það eitt að markmiði. Sýna sig og sjá aðra um leið og sólin var sleikt. Frábært að vera þarna og hittum við Bebbu, vinkonu okkar af Barnaspítalanum. Hún er í sambærilegum sporum og við. Barnið hennar dó. En það var samt gott að hitta hana, sjá hana og tala við hana.
Annars varð ég fyrir nettu áfalli í dag. Það lét mig leiða hugann að því hvernig ég er ásýndum aftanfrá á bláfáknum mínum. Er jafnvel að hugsa um að láta hann frá mér, áfallið var það mikið. það eru engin orð sem geta lýst áhyggjum mínum en ég vona að ég skiljist engu að síður
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjölnir er eðaldrengur, þekki hann vel.
Fjóla mín, sporin hafa verið þung en mikið líst mér vel á að þið hafið farið ...þetta er áreiðanlega ákveðin heilun. Ég átti erfitt með staðina sem tengdust Himma.
Ragnheiður , 21.6.2008 kl. 22:16
Gott hjá ykkur að fara á hátíðina. Eins og Ragga segir þá er þetta örugglega ákveðin heilun.
Knús
Dísa Dóra, 22.6.2008 kl. 10:35
Duglegir krakkar .En í sambandi við hjólreiðar eru minnstakosti 40 kíló í svipaða mynd hjá þér
Mamma (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:22
Gott hjá ykkur að fara. Þung spor vitanlega en gott samt að taka í sig kjark og láta sjá sig og sjá aðra.
Halla Rut , 25.6.2008 kl. 19:45
Já það hefur verið gaman hjá ykkur og já Fjölli er drengur góður en myndin þarna af Plummerinum er Priceless ... you just made my day
kveðja úr landi Lúxorsins
Gísli Torfi, 28.6.2008 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.