22.5.2008 | 22:42
Stundum er ...
...ég sorgmædd og full söknuðar eftir Gullrassinum mínum. Í dag var ég svolítið sorgmædd. Ég var að setja ýmsar blaðagreinar í fallegan fjólubláann kassa sem geymir meðal annars öll samúðarkortin sem þið yndislega fólk senduð okkur eftir að Huginn varð Engill. Það var svona ljúfsárt að skoða greinarnar og kortin, handleika borðana af krönsunum, sálmaskrána og fleira. Við þurfum að fara að huga að því að taka leikföngin hans saman, það er alveg ljóst að hann er ekki að koma heim eftir helgi. Mér finnst stundum eins og hann sé bara í Rjóðrinu og komi heim bráðum. Við erum búin að kaupa stóra gegnsæjan plastkassa undir leikföngin og bíður hann eftir að verða notaður hérna á gólfinu skammt frá leikföngunum. Ég veit að það verður ekki auðvelt að setja dótið niður og ég er viss um að kassinn fái að standa hérna í stofunni í einhvern tíma eftir að við verðum búin að setja í hann. En stundum er lífið bara erfitt. Við þurfum líka að fara í það að skila hjálpartækjunum og ég held að það verði ekki auðvelt. Við höfum þó alltaf leikföngin og getum leikið okkur smá með þau. Verst held ég þó að það verði að skila rúminu hans. Herbergið okkar verður galtómt á eftir og ég veit ekki hvort að ég sé tilbúin fyrir það.
Þrátt fyrir að vera stundum sorgmædd þá er ég samt almennt glöð. Ég er þakklát því sem ég hef og því sem ég hafði. Ég hef verið og er heppin því það er svo margt sem gefur lífinu tilgang og ég held að ég kunni að meta þessu litlu hluti sem almennt eru svo sjálfsagðir að enginn tekur eftir þeim fyrr en þeir eru ekki lengur möguleiki. Ég hef lært ótrúlega margt á síðastliðnum árum og þá helst hversu mikið ég á eftir ólært. En eitt af því sem ég veit er að lífið er yndislegt.
Þangað til næst býð ég ykkur að njóta lífsins og brosa svolítíð út í bæði. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff já ég skil þig vel, ég sé að þú hefur geymt kransaborðana, það gerði ég líka. Þvoði þá og straujaði og þeir eru í skápnum hans Himma. Hár glerskápur með nánast öllu hans í.
Þetta kemur í svona hviðum og oft verður maður ansi langt niðri.
Knús á þig elskulega Fjólan mín.
Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 22:47
Mummi Guð, 22.5.2008 kl. 22:48
Kærleikskveðja
Guðrún Hauksdóttir, 22.5.2008 kl. 23:15
Knús
Bryndís, 23.5.2008 kl. 00:35
Já lífið er Yndislegt. Guð blessi þig og þína Fjóla mín.
Gísli Torfi, 23.5.2008 kl. 00:48
Knús til þín ....
Anna Gísladóttir, 23.5.2008 kl. 08:24
Stórt knús til þín og þinna
Dísa Dóra, 23.5.2008 kl. 09:28
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:22
Knús til þín Fjóla mín og fjölsk þinnar , vonandi ná hugsanir okkar og straumarnir um styrk ykkur til handa alla leið . sendum ykkur faðmlag kær kveðja .
Heiða , Njáll og Börn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:35
Knús til ykkar Elsku fjölsk hafið ljúfa helgi
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 11:06
Knús til þín og ykkar, elsku Fjóla mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 12:47
Já, stórt knús á ykkur og gangi ykkur sem best með þetta.
Alltaf jafn nærandi að lesa bloggið þitt. Það kemur manni til að hugsa og þakka fyrir lífið, takk fyrir það!
Addý. (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.