Líffæragjöf = lífgjöf

  • Vissir þú að með því að gefa blóð þá bjargarðu mannlífum?
  • Vissir þú að með líffæragjöf er hægt að bjarga mörgum mannslífum?
  • Vissir þú að í flestum tilvikum þar sem líffæragjöf er möguleiki, er hafnað á Íslandi?
  • Vissir þú að samkvæmt Íslenskum lögum er gengið út frá neitun mögulegs líffæragafa?
  • Vissir þú að flest líffæri fullorðinna passa ekki í börn?

Þú verður að láta aðstandendur þína vita um afstöðu þína til líffæragjafar, hver svo sem hún er. Það er erfið og ósanngjörn ákvörðun fyrir aðstandendur á ögurstundu að þurfa að taka ákvörðun um hvað þú myndir vilja. Ef þú hefur tekið ákvörðun og látið vita af henni þá verður ákvarðanataka auðveldari. Taktu líka ákvörðun um börnin þín.

  • Mundu, það er alltaf hægt að skipta um skoðun.
  • Taktu afstöðu í dag, því lífið er núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég er fylgjandi því að það eigi að koma fram í ökuskýrteini hvort viðkomandi vilji gefa líffæri eða ekki.  Allt of fáir sem láta verða að því að útbúa gjafakortið sem til er þrátt fyrir að styðja líffæragjöf.

Dísa Dóra, 20.5.2008 kl. 09:29

2 identicon

Ég er búin að láta mína nánustu vita að ég vilji gefa mín líffæri ef það er mögulegt.

Í sambandi við barnið mitt þá fyndist mér erfitt að geta ekki verið hjá því þegar það kveður, eða er það ekki örugglega svoleiðis...Að það þarf að taka líffærin á meðan manneskjan er enn á lífi? Þetta situr svolítið í mér, en ég reikna með að ég myndi samt gera það.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Jóhanna Þegar líffæri eru tekin þá hefur viðkomandi þegar kvatt. Líffærunum er haldið á lífi með vélum. Þú getur kannski spurt sjálfa þig um hvað þú myndir vilja ef barnið þitt þarfnaðist líffæra.  Einnig er ekki svo galin leið þegar börnin eru orðin nægilega gömul að spyrja þau bara um þeirra skoðun.

Fjóla Æ., 20.5.2008 kl. 10:17

4 identicon

Eins og ég sagði þá myndi ég eflaust fara þessa leið, alveg eins og ég myndi fegin taka á móti líffærum fyrir barnið mitt ef það þyrfti þess.

Ég hugsa bara meira út í þetta þegar kemur að barninu en með sjálfan mig, en ég myndi eflaust gefa líffærin.

Ég hef heyrt að nýtingin á líffærunum sé ekki mjög góð, er þeim oft hent eða er það bara einhver vitleysa sem ég hef heyrt? Finnst það svo ótrúlegt eitthvað.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég held að þá sé verið að meina nýtingu Íslenskra líffæra. Það eru nefnilega flestir sem neita líffæragjöf og þá eru fullkomlega nýtileg líffæri auðvitað ekki nýtt. Einnig koma auðvitað upp einhver tilvik þar sem gefið líffæri stenst ekki kröfur, hefur laskast meira en frumskoðun leiddi í ljós, kannski er það, það sem þú hefur heyrt.

Fjóla Æ., 20.5.2008 kl. 10:43

6 Smámynd: Mummi Guð

Fyrir lækna er gjafalíffæri eins og gull eða demantur. Ég hef ekki nokkra trú á því að nokkur læknir hendi líffæri sem hægt er að nota. Það er gríðarleg þörf fyrir líffæri, þar sem mun fleiri þurfa líffæri en eru tilbúnir að gefa þau.

Varðandi það sem Dísa Dóra segir, þá er ég sammála henni að það eigi að setja það í ökuskírteini hvort umræddur aðili er líffæragjafi eða ekki. Það er mjög margt sem mælir með því og lítið sem mælir gegn því. Reyndar virðist íslensk yfirvöld vera á móti þessu af einhverjum ástæðum, annars væri byrjað að setja þessar upplýsingar í ökuskírteini.

Þess vegna teldi ég það sniðugt að fá bankana til að setja þetta inn á bankakortin og láta bankana gera eitt smá góðverk!

Mummi Guð, 20.5.2008 kl. 12:19

7 identicon

Já sammála mummi, það væri reyndar sniðugt. það eru allir með kort á sér nú til dags.

Ég ákvað það sjálf þegar litli bróðir minn þurfti nýja lifur og gefa úr mér eins mörg líffæri og hægt er..

Ég ákvað það sjálf og hvet alla krakka á aldri við mig að ákveða það, þú veist aldrei hvort þú munt lifa daginn af. Það er örugglega rosalega erfitt fyrir foreldra í sorg að ákveða hvort það eigi að gefa líffærin úr látnu barni sínu.

Ég er búin  að ákveða það að ef ég get bjargað mannslífum eins og mamma gerði við Huginn okkar þá vil ég með glöðu geði gera það.

og ef mig minnir rétt þá eru litlu systkinin min allaveganna sammála þessu..

Þannig að mamma, svo þú vitir það, þá ætla ég að gefa mín líffæri :) 

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband