25.4.2008 | 10:07
Takk fyrir veturinn
Gleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn. Þrátt fyrir að sumar og vetur hafi ekki frosið saman að þessu sinni hef ég alla trú á því að sumarið verið einstaklega gott. Finnst reyndar að ég og þú eigum það skilið. Núna er ég farin að bíða spennt eftir því að það hætti að rigna og ég verði aðeins hressari líkamlega svo ég geti farið að halda áfram með verkefnið sem hófst síðasta sumar en náðist ekki að klárast fyrir veturinn. Pallurinn minn. Hann er núna hálfkláraður, potturinn liggur á hvolfi og bíður eftir að komast á sinn stað, girðingin bíður eftir að komast upp og á meðan skrælnar grasið á lóðinni undan pallaefninu sem liggur á því og bíður eftir að breytast í pall og skjólveggi. Sé orðið fram á að ég þurfi að sá fræi í garðinn þegar ég verð loksins búin að koma þessum spítum á burt. Mig vantar reyndar að fá pípara í smá stund til að hjálpa mér með aðrennsli vatns í laugina, ég held nefnilega að ég sé ekki nægilega klár fyrir þann gjörning. Einhver sem vill aðstoða mig ?
Ég er komin á þá skoðun að það sé ekki sanngjarnt gagnvart nokkrum háskóla landsins að ég verði nemandi þeirra næsta vetur. Það getur ekki verið gott að hafa nemanda með teflon húðaðan heila í námi hjá sér. Þannig að stefnan er tekin á atvinnumarkaðinn næsta vetur og síðan eftir það er von mín og trú að ég verið búin að rispa teflonhúðina nægilega til að eitthvað geti fest við hana og ég skutlist aftur í skóla.
Núna ætla ég að skúra aðeins yfir gólfin, þau eru öll útí moldugum loppuförum eftir kattarskammirnar sem fengu að fara aðeins út í morgun. Þangað til næst, knúsist svolítið og njótið dagsins.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar
Sara Finney Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:20
Gleðilegt sumar og takk fyrir samveruna í vetur
Berglind og Jón Brynjar (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:34
Gleðilegt sumar mín kæra, líkt og Þóra segir þá fara skólarnir ekki neitt, þeir bíða manns bara þegar maður er tilbúin. Það er bara framkvæmdargleði í þér núna ha?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:26
Gleðilegt sumar skvís.
Skólarnir fara ekkert satt er það en ég segi nú að teflonheili hindrar ekki fyrst að ég komst í gegn um þetta og er þó með Craft syndrome á háu stigi (Can´t Remember A Fucking Thing)
Dísa Dóra, 25.4.2008 kl. 22:20
Gleðilegt sumar
Guðrún Hauksdóttir, 26.4.2008 kl. 19:45
Gleðilegt sumar, elsku Fjóla mín. Held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá þér. Eftir ástvinamissi gerist hreinlega eitthvað í heilanum, einmitt eins og þú lýsir því, hann verður eins og teflon-húðaður og ekkert festist í honum. Það hef ég oft heyrt. Vonandi finnur þú góða vinnu þar sem þér líður vel. Knús frá Skaganum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.