Þoka

Síðustu dagar hafa liðið hjá í þoku. Ég nuddaði enninu mínu í síðasta sinn við enni litla Gullrassins míns og kyssti hann bless. Það er svo skrítið að að hugsa til þess að ég sjái hann aldrei framar. En ég á minningarnar og myndirnar til að hugga mig við.

Útförin var mjög falleg og friðsæl. Frændur mínir sungu svo fallega til litla drengsins okkar. Það voru hræðilega þung sporin á etir litlu kistunni út kirkjugólfið og síðan að gröfinni.

Við ákváðum að hafa erfidrykkju á eftir athöfninni til að geta á einhvern hátt þakkað öllum þeim sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina. Bæði fjölskylda og vinir og einnig þeim sem hafa verið á bak við tjöldin en gefið okkur samt svo mikið. Það var ánægjulegt að sjá hve margir komu. Okkur datt í hug að láta mynd af Hugin á flest borðin í erfidrykkjunni og var það svo hlýlegt og gott að geta séð fallega brosið hans hvert sem litið var.

Ætla að hætta núna og bið ykkur þangað til næst að njóta augnabliksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Fjóla, ég hef grun um að dofinn sé leið líkamans til að lifa áfallið af, áfall sem er ekki á mannlegu valdi að lifa af. Samt mun maður gera það en ekkert verður nokkurn tímann eins.

Yndisleg hugmynd að setja myndirnar af Huginn á borðin.

Kærleikskveðja elsku Fjóla mín, kær kveðja til Mumma og barnanna ykkar

Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það var flott hjá ykkur að hafa mynd af litla kút á öllum borðum í erfidrykkjunni og líka hreinlega það að halda erfidrykkju. Ég man hvað mér þótti gott að enda erfiðan jarðarfarardag pabba á því að hitta vini og ættingja og spjalla við þá, það bjargaði sálartetrinu alveg þann daginn. Risafaðmlag til þín, Mumma og barnanna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Elsku Fjóla mín, stórt knús til þín frá mér...

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 5.4.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: Dísa Dóra

Elsku Fjóla ég sendi þér stórt knús og hlýjar hugsanir   Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og halda í höndina á ykkur á þessum erfiðu tímum

Dísa Dóra, 5.4.2008 kl. 21:02

5 identicon

Stórt huggunarfaðmlag frá mér til ykkar allra, þið eruð hetjur öll sömul. Líkt og Ragga segir þá er dofin örugglega leið kroppsins til að milda áfallið. Frábær hugmynd hjá ykkur að setja mynd af honum á borðin.

Enn og aftur RISA faðmlag til ykkar allra.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Halla Rut

Til ykkar frá mér.

Halla Rut , 6.4.2008 kl. 23:04

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 8.4.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband