17.3.2008 | 13:30
Borða, borða, borða mmm
Ég og flestir úr minni fjölskyldu fóru í fermingarveislu í gær hjá annarri systurdóttur minni sem lætur fermast þetta árið. Veislan var frábær, fullt af fólki og maturinn æðislegur. Borðaði eins og venjulega þannig eins og þetta væri síðasta máltíðin í viku og flestir myndu sennilega segjast vera enn saddir. En ekki ég. Ég er auðvitað orðin glorhungruð og ætti því að fá mér eitthvað að borða í staðinn fyrir að skrifa hér. Borða bráðum. Hitti í veislunni litla frænku mína sem fæddist í desember í fyrsta sinn. Þvílík dúlla. Verð að viðurkenna að þegar maður sér svona fallegt barn þá langar mig smá í eitt lítið líka. Ef ég gæti fengið 100% vissu fyrir því að ég myndi eignast heilbrigt barn þá myndi ég jafnvel skella í eins og eitt en þar sem líkurnar á svipuðum veikindum og hrjá Gullrassinn minn eru mjög miklar þá hreinlega þori ég ekki að eiga fleiri börn. Heigulsháttur kannski en okkar Unnustans ákvörðun að vel ígrunduðu máli.
Eftir þarmahreinsun í síðustu viku var ég svo heppin að næla mér í smá kvef og finnst ég eiga svolítið pínu bágt núna með síflæði úr nösum og rauðan nebbann eftir snýturnar. Við förum á eftir og sækjum Gullrassinn og ég vona að mér takist ekki að smita hann af þessu kvefi mínu. Núna hlakka ég til fimmtudagsins því þá mun hin systurdóttir mín láta fermast og þá er líka veisla og ég veit matseðilinn mmm.
Held ég ætti að stökkva til og ákveða matseðilinn yfir páskana fyrst ég er í svona miklu matarfíling.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarmahreinsun hehe þetta finnst mér mjög pent orð.
Fríða K (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:00
gott orð þarmahreinsun
Ólafur fannberg, 17.3.2008 kl. 16:26
Láttu þér batna:-)
Vertu með á nótunum, 18.3.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.