Dásemd framundan

Mönnum með miklum gáfum eru síst fyrirgefnar smá yfirsjónir - Þetta er spakmæli vikunnar í boði dagbókarinnar.

Það var eins gott að ég náði smá slökun í síðustu viku því þessi vika er búin að vera töluvert fyrirhafnarsöm. Við fórum og sóttum Gullrassinn í Rjóður síðasta föstudag. smithættaFannst hann svolítið slappur og skrifaði það á þreytu. Komst að annarri niðurstöðu á laugardag því barnið var orðið töluvert lasið. Hann hafði nælt sér í þennan fína magavírus og eins og venjulega fór hann ekki vel í Gullrassinn. Hann er með öðrum orðum búinn að vera töluvert veikur alla vikuna með mikil uppköst og niðurgang ásamt mikilli vanlíðan. Sofið illa og þurft að láta mikið halda á sér og ganga um gólf. Þetta væri svo sem ekki alslæmt ef hann hefði ekki náð að smita alla aðra sem komu nálægt honum líka. Þannig að vikan er búin að fara í yndislegan magavírus. Núna eru allir orðnir frískir aftur og Gullrassinn minn liggur hér á gólfinu með leikföngin sín og leikur sér á fullu með léttu hjali og hlátri. Yndislega dásamlegt að hlusta á hann. Þegar hann er veikur þá brosir hann ekki einu sinni smá.  Hinir fjölskyldumeðlimir komnir í vinnu og skóla aftur. Börnin fóru glöð í bragði í skólann í morgun enda síðasti skóladagur fyrir langþráð páskafrí. Gullrassinn fer síðan í Rjóður aftur á morgun, átti að fara í dag en við viljum leyfa honum að jafna sig aðeins betur, og verður fram á mánudag.

fermingDásamlegir tímar framundan fyrir fólk eins og mig. 2 systurdætur mínar munu staðfesta skírnarheitin á næstu dögum, önnur á sunnudaginn og hin næsta fimmtudag. Foreldrar þeirra munu halda upp veislaá áfangann með veislum og dásemdum. Ég hlakka mikið til að hitta alla fjölskylduna mína samankomna á sama stað, á sama tíma. Alltof sjaldan sem það gerist. Síðan koma páskarnir og þá fæ ég líka fullt af dásamlegum kræsingum. Sem ég segi dásamlegir tímar fram undan og eins gott að vera búin að jafna sig á magvírusnum góða.

Þangað til næst, elskið friðinn og strjúkið kviðinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

s.s. ljúfir dagar framundan hjá þér Fjóla mín. Gott að Gullrassinn er búinn að ná sér, ekkert eins leiðinlegra bara en vera með veik börn í kringum sig. Er með eina hér í bullandi hita núna, en það lagast. Góða helgi

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að allir eru orðnir hressir.  Hafið það nú gott yfir frídagana og njótið samveru við fjölskyldu og vini

Dísa Dóra, 14.3.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Gísli Torfi

Getur þú bent mér á hvar þetta borð með kræsingunum er ( ég er nefnilega ánægður með þetta borð )

Annars bara Happy Easter og allt það    **eða á maður að segja**

"Gleðilega Nóa &Siríus daga" 

Gísli Torfi, 15.3.2008 kl. 05:35

4 Smámynd: Halla Rut

Þessar pestar eru út um allt og láta enga fjölskyldu ósnortna. Við erum flest búin að liggja hér í minni fjölskyldur. En svo fer allt svona svo illa í þá sem eru viðkvæmir fyrir eins og litla engilinn þinn.

Mínar bestu kveðjur. 

Halla Rut , 15.3.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 110326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband