11.1.2008 | 15:29
Litlir kassar
Búin að pakka jólunum niður aftur en á eftir að setja alla kassana út í bílskúr þar sem þeir ætla að búa þangað til þeim verður boðið inn á ný. Þarf bara smá aðstoð við það, þar sem ég er svo stutt í annan endann og var svo örlát að lána einhverjum með minnimáttarkennd hinn endann og get ómögulega munað hver það var.
Síðustu daga hafa verið fínir. Við hjónaleysin héldum upp á afmæli unnustans með smá partýi sem tókst það vel að hann er farinn að hlakka til að verða fimmtugur. Ekki veit ég hvernig á að túlka það. Gullrassinn var í Rjóðri á meðan og var síðan boðið að vera lengur sem hann þáði og kom því ekki heim fyrr en á miðvikudag. Á þeim tíma hamaðist ég við að gera sem minnst. Fór reyndar í bæinn á þriðjudag og eyddi jólagjöf sem ég fékk. Það var fínt, ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af henni meir. Gærdeginum eyddi ég síðan í símanum við að redda málunum vegna áramótanna. Alveg merkilegt hvað margt verður stopp bara vegna þess að það kemur nýtt ár. Held að flestir hlutir séu komnir á gott ról og ættu að vera orðnir frágengnir í næstu viku.
Farin í bili og þangað til næst knúsist svolítið og brosið. Þá verður allt betra.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Ásdís Rán
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gerða Kristjáns
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
.
-
Dísa Dóra
-
Ólafur fannberg
-
Huld S. Ringsted
-
Gísli Torfi
-
Halla Rut
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lady Elín
-
Emma Agneta Björgvinsdóttir
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Gulli litli
-
Bryndís
-
Brynja skordal
-
Vertu með á nótunum
-
Guðrún Hauksdóttir
-
Erna Sif Gunnarsdóttir
-
Anita Björk Gunnarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er einnig búinn að pakka jólunum niður ásamt allri búslóðinni
Ólafur fannberg, 11.1.2008 kl. 16:11
Svo að afmælið hefur tekist vel????
var hann ekki ánægður með alla pakkana sína?
Maður fær víst svo mikið af pökkum á svona stórafmælum.
hehehehehe 
Fríða K (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:09
Þegar við vorum að tala um að fara ganga frá jólaskrautinu hérna heima þá fór Árni Freyr að pæla í því af hverju við þyrftum að ganga frá því, af því að jólin kæmi alltaf aftur
.
Takk fyrir kaffið núna síðast, það urðu allavegana enginn afföll á bollum núna
, takk fyrir mig.
Bið að heilsa
Njáll (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.