Mýrin

Keypti Mýrina í gær. Horfi á hana áðan með fjölskyldunni. Fór reyndar á hana í bíó og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hefði reyndar gjarnan viljað vita áður en ég fór í bíóið hvernig myndin byrjaði. Þessi barátta stúlkunnar sem lést úr NF1 hafði djúpstæð áhrif á mig þá og aftur í kvöld. Grét yfir andláti hennar og sálarstríði foreldranna. Þau fóru þá leið sem alltof margir foreldrar langveikra barna fara. Þau skildu. Það er ótrúlega erfitt að standa í þessum sporum og geta staðið saman. Það er auðveldara að fara bara. Skil fólk í þessum aðstæðum vel þó svo við unnustinn stöndum þétt saman og getum illa án hvors annars verið. Þá erum við heppin að geta það. Leiðin hefur vissulega ekki verið auðveld en með miklum vilja og góðri aðstoð þá hefur okkur tekist að fara leiðina saman.

Það er atriði sem leikstjórar ættu að athuga áður en þeir gera mynd sem gerist þegar sjúklingur er tengdur í monitor. Það er að slökkva á hljóðinu í monitornum. Óþolandi þetta píp og staðreynd að það er slökkt á pípinu í raunveruleikanum. Annað sem ég tók verulega eftir í þessari mynd eru tölurnar sem stóðu á monitórnum hjá litlu stúlkunni. Hún var með hjartslátt fullorðinna. Sennilega er fólk ekki að taka eftir þessu svona almennt en þetta öskraði á mig. Ég man ekki eftir að hafa séð mynd eða þátt þar sem haft er slökkt á hljóðinu í tækjunum. Hugsiði ykkur hvernig það væri á gjörgæsludeild þar sem 10 sjúklingar lægju saman í herbergi, allir í öndunarvél og tengdir í monitor. Þvílíkur hávaði. Síðan þegar aðvörunarbjöllurnar hringja þá væri starfsfólkið hætt að taka eftir hávaðanum og gerði ekki neitt.

Ég man eftir því þegar var verið að undirbúa þessi sjúkrahús atriði í myndinni. Það var fyndið að sjá fullskreytt jólatré á leikstofunni rétt fyrir páska. Annars var leikstofan mjög trúleg í myndinni enda veit ég að stelpurnar sem þar ráða ríkjum voru hafðar með í ráðum ekki eins og þegar Auddi var að "taka" Jogvan fyrir þáttinn "Tekinn2". Það var ekki mjög trúlegt enda lét Jogvan ekki plata sig en reyndi samt að vera sannfærandi.

Merkilegt nokk þá er ekki kalt hérna heima núna. Venjulega þegar Gullrassinn er í Rjóðrinu þá er hitastigið í húsinu óþægilega nærri frostmarki. Ég mundi nefnilega eftir því að hækka á ofnunum, þe. þeim sem enn virka  flestir eitthvað slappir vegna notkunarleysis, ég mundi líka eftir því að núna má kveikja á kertum og þau gefa mikinn hita og hlýleika. Verð bara að muna eftir að slökkva á ofnunum aftur á föstudaginn.

Ætla að skella mér í að borða eitthvern óþverra og drekka kók með og þangað til næst elskið hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skrýtið hvernig ein mynd hefur mismunandi áhrif. Ég var að horfa á hana líka en það sem ég þoldi ekki voru senurnar frá fangelsinu...*hrollur*

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Ragnheiður, það er ekki skrítið að áhrifin séu mismunandi. Við höfum svo mismunandi reynslu af lífinu. Ég þekki spítalann alltof vel og þú fangelsið of vel. Við tengjum drengina okkar við atriðin í myndinni því við þekkjum raunheiminn og eigum því alltof auðvelt með að staðfæra atriðin.

Soffía, skil þig vel að finnast leikstofan asnaleg en þú ættir að reyna að sjá Tekinn2 þar sem Jogvan var tekinn. Það er sko fáránlegt. Láttu kallinn horfa á myndina og ef hann er ekki nægilega klár til að skilja íslenskuna þá er myndin með enskum texta.

Fjóla Æ., 25.10.2007 kl. 08:23

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég á enn eftir að sjá þessa mynd... gott að vita að það bíður mín gott eintak. 

Rannveig Lena Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 11:30

4 Smámynd: Mummi Guð

Ég er sammála þér, eins og alltaf .

Atriðið þar sem Jögvan var tekinn fannst mér eiginlega niðurlægjandi fyrir hið frábæra starfsfólk á Leikstofunni. Í þessu atriði var allt svo uppraðað og tilgerðarlegt. Þeir sem þekkja Leikstofuna á Barnaspítalanum vita hvað allt er frjálslegt og létt andrúmsloft. Þar að auki þá voru engin veik börn þar. Engin með næringu í æð eða í rúmi eða hjólastól eða bara með uppsetta nál.

Varðandi pípið, þá heyrist það líka í erlendum læknaþáttum enda halda allir að þetta sé hljóðið sem heyrist á spítölunum, þó það sé ekki rétt. Síðan er annað mál,  monitorinn sýndi að stelpan var með púls upp á rúmlega 90 slög, en það er ekki eðlilegur púls hjá veiku 4 ára barni. En samkvæmt píphljóðinu sem fylgdi atriðinu hefði monitorinn átt að sýna 30-40 slög.

En svona er þetta bara í bíómyndum og þar sem þetta fer í taugarnar á mér, hvernig ætli sé að vera læknir og horfa á týpíska ameríska læknaþætti?

Mummi Guð, 25.10.2007 kl. 12:15

5 identicon

HAHA! ég var einminn að pæla í þessu með mónatornum!

Allaveganna flott blogg ;*

Hafrún (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:36

6 Smámynd: Dísa Dóra

Ég var nú fyrst og fremst pirruð yfir hvernig farið var með staðreyndir (eða ekki staðreyndir) um NF1 í myndinni.  Það kom fram eins og að sjúkdómurinn væri banvænn og stúlkan væri síðasti einstaklingurinn hérlendis sem hefði fengið þennan sjúkdóm.  En sem betur fer er sjúkdómurinn yfirleitt vægur og vel hægt að lifa með einkennum hans og það jafnvel svo að einkenni hans trufla ekkert líf þess sem sjúkdóminn hefur.  Einnig eru fjölmargir einstaklingar haldnir þessum sjúkdómi hérlendis í dag.

En myndin sjálf var góð og vel leikin þrátt fyrir að ég pirraði mig á þessu

PS  Takk fyrir skilaboðin

Dísa Dóra, 27.10.2007 kl. 22:30

7 Smámynd: Fjóla Æ.

NF1 er jafnvel hægt að líkja við krabbamein sumir deyja og sumir ekki og  því miður þekki ég nokkra einstaklinga sem eru með NF1 og þeir eru ekki lítið veikir heldur eru þeir einstaklingar að berjast fyrir lífi sínu. Það er ekki miður að þekkja þá heldur það að þeir séu með  þennan sjúkdóm. Reyndar þekki ég einnig fólk með þennan sjúkdóm þar sem einstaklingarnir geta lifað eðlilegu lífi. Þetta fer allt eftir því hvar þessi æxli vaxa.  Þetta getur virkilega verið bannvænn sjúkdómur.  En því miður er stúlkan í myndinni ekki síðasti einstaklingurinn með þennan hræðilega sjúkdóm.

Fjóla Æ., 28.10.2007 kl. 00:17

8 Smámynd: Dísa Dóra

Vissulega getur þetta verið banvænn sjúkdómur það er rétt en í Mýrinni er látið sem þetta sé alltaf banvænn sjúkdómur og það er alls ekki rétt.  Maðurinn minn er til dæmis með þennan sjúkdóm og hann finnur lítið sem ekkert fyrir honum og sama má segja um systur hans.  Því er langt í frá rétt að fjalla um súkdóminn sem banvænan.

Dísa Dóra, 28.10.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110312

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband