22.10.2007 | 21:15
Pirrandi orðnotkun.
Ég hef stundum pirrað mig á hvernig fólk notar sum orð og get ekki lengur orða bundist. Ég verð að fá að tjá mig aðeins. Ekki það að ég sé einhver snillingur í orðnotkun.
Undanfarið hefur verið mikil umræða um útlendinga og það er eins og það megi ekki nota orðið útlendingur heldur verður að nota "af erlendu bergi brotinn". Hvenær í ósköpunum hefur fólk verið brotið af bergi? Það er líka vel hægt að nota "af erlendum uppruna" ef það má ekki nota þetta hræðilega orð útlendingur.
Einnig er oft talað um "formælendur" hinna ýmsu samtaka. Ég lærði að formæla væri safn blótsyrða. Hvers vegna er ekki orðið "talsmaður" notað? Þessir meintu formælendur eru talsmenn þess sem þeir standa fyrir er það ekki?
Síðan er mjög vinsælt hjá fólki um þessar mundir að segja " mér finnst persónulega". Ef mér finnst eitthvað þá er það mín persónulega skoðun og þess vegna finnst mér það óþarfi að segja "persónulega" ef mér finnst eitthvað.
Ein setning gæti því hljómað á þessa lund: Formælandi fólks af erlendu bergi brotnu finnst persónulega að íslendingar séu rasistar. Það má líka segja að talsmaður fólks af erlendum uppruna finnst íslendingar vera rasistar.
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gullrassinn fór í Rjóður áðan og var sáttur við að vera kominn þangað. Hann fór þó vonandi aðeins að skæla þegar við fórum. Ég veit að ef hann hefur gert það þá hafi það ekki verið mikið og hann fljótt orðið glaður á ný. Hann er vanur því. Hlakka strax til að hitta hann aftur á föstudaginn. Núna situr prinsessan hér mér við hlið og les fyrir mig upp úr einni fimm bókinni eftir Enid Blyton. Alltaf gaman að þeim bókum. Unnustinn og Unglingurinn eru uppi í tölvuleik. Heyri að það er mikið gaman hjá þeim og miklar spekúleranir í gangi. Þeir eru að spila FM. Ég sit bara hérna og læt orðnotkun fara í taugarnar á mér um leið og ég hugsa hvort ég sé nokkuð að verða jafn smámunasöm og Georg á næturvaktinni. Trúi allavega á það að ég sé ekki nærri því eins ósanngjörn og hann. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera skemmtilega þætti og Næturvaktin er með jafn leiðinlegum persónum. Ég skemmti mér vel við að pirrast út í hversu Georg er ósanngjarn, Ólafur vitlaus og Daníel mikil gufa. Aldrei þessu vant kveikti ég á kertum í kvöld en það er annars bannað á þessu heimili. Ekki vegna þess að ég sé svo eldhrædd heldur vegna þess að hér er alltaf kveikt á vélum sem þjappa súrefni. Þess vegna er súrefnisinnihald andrúmsloftsins hér töluvert hærra en hið venjulega 21% og því er mikil eldhætta hér.
Hætt í bili og þangað til næst munið að elska hvert annað og þakka fyrir daginn. Það er ekki víst að allir verði saman á morgun.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Ásdís Rán
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gerða Kristjáns
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
.
-
Dísa Dóra
-
Ólafur fannberg
-
Huld S. Ringsted
-
Gísli Torfi
-
Halla Rut
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lady Elín
-
Emma Agneta Björgvinsdóttir
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Gulli litli
-
Bryndís
-
Brynja skordal
-
Vertu með á nótunum
-
Guðrún Hauksdóttir
-
Erna Sif Gunnarsdóttir
-
Anita Björk Gunnarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi orðnotkunn er að ganga fram úr öllu eðlilegu. Svo sem að svara öllu hvernig sem það er gott eða slæmt með OK og tónfallið mismunandi,ef einhver drepur mann þá er sagtO-------K eins og ekkert sé sjálfsagðra. Svo er nú engin alvöru setning nema segja minst 3-4sinnum hérna hérna---.jæja eg er víst bara orðin æst en við ættum nú að gæta orða okkar aðeins annars kemur það einhverjum alveg í OPNA SKJÖLDU---------------- .Bæ bæ
Móðir þín (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:01
Ok. mamma. Hérna ég skal reyna hérna að passa mig
.
En veistu að "bæbæ" er eins og "ok"?
Fjóla Æ., 23.10.2007 kl. 19:53
Þetta var ekki neitt meint til þín ,hafði ekki pælt í því en þú mátt taka það ef þú átt. Annars er þetta svona ansi algengt að fólk grípi alskonar orðatiltæki ótæpilega .Góðar stundir...........
mamma (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:57
Njóttu þess bara að geta kveikt á kertum
En það er gott að heyra að það eru fleiri en ég sem pirrast á svona löguðu. Annars fer mest í pirrurnar á mér fólk sem segir skiluru, einmitt o.sfrv. ótal sinnum í hverju samtali.
Ég ætla að sleppa því í þetta skiptið að fara út í það hvað talsmáti unglinga í dag pirrar mig svakalega mikið... úff... ég er að verða gömul
Rannveig Lena Gísladóttir, 24.10.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.