14.10.2007 | 00:00
Núið
Well ég er að skríða saman eftir smá aðgerð sem ég fór í á miðvikudaginn. Var með þessa fínu blöðru á eggjaleiðara og var hún víst fjarlægð og þar sem alltof miklar líkur eru á því að ef við Mummi myndum eignast annað barn saman að það yrði veikt eins og litli Gullrassinn minn og sennilegt að ég gæti ekki gefið lifur aftur(þó svo hún vaxi aftur) þá ákvað ég að setja mig í kaskó í leiðinni. Eitthvað gekk þetta illa og ég var send í akút aðgerð aftur og fixuð til. Merkilegt hvað maður er lengi að jafna sig eftir svona stuttar svæfingar. Ok 2 á nokkrum tímum en hvor bara í um 20 mínútur. Held bara að þetta sé ekkert minna en þegar ég gaf lifrina. Fór heim með þá vitneskju að ég væri bara með þessa fínu plástra til að halda götunum lokuðum en viti menn, ég er með þessa flottu hvítu spotta í mér og hef ekki hugmynd um hvort að það þurfi að fjarlægja þá eða ekki. Læt Mummann í það að kippa þeim úr mér eftir helgina ef þeir verða þarna enn. Hann ætti að geta það næstum útlærður sem hjúkrunarfræðingur maðurinn.
Gullrassinn er í Rjóðri og við höfum ekkert heyrt frá þeim þannig að það hlítur allt að ganga vel. Erum að reyna að halda aftur af okkur með að hringja í þær því við vitum að ef þær eru í einhverjum smá vafa þá hringja þær. Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að hringja í tíma og ótíma þá fara þær að halda að við treystum þeim ekki. Fullorðna barnið er að sinna ástinni sinni og hin fóru í níræðisafmæli hjá ömmu sinni norður á Skagaströnd sem þýðir að við erum tvö ein í kotinu. Áttum yndislegan dag í upprifjun á okkar tilhugalífi og elduðum fínan mat og átum, drukkum rauðvín, horfðum á góða mynd saman, ákváðum að kíkja aðeins á hvort einhverjir pólverjar eða aðrir vildu berja mann og annan en núna er allt í óvissu því unnustinn steinsefur hér í sófanum við hliðina á mér. Kannski tók svona á að rifja upp tilhugalífið eða kannski er hann bara þreyttur, hef ekki glætu en er engu að síður að hugsa um að vekja gæjann og koma honum út fyrir í rannsóknarleiðangur.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
út með kallinn núna, vekt´ann.
Það gengur ekki að missa af kósýkvöldi vegna þreytu, hann verður bara að sofa þegar hann verður gamall ;)
Sendi ykkur endalaust góðar hugsanir.
auður frænka
auður (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 00:11
Hey ertu Óskars og Brynjudóttir Auður frænka?
Annars fer ég að vekja hann, það fer að færast stuð í bæinn og tími kominn á að kíkja á lífið. Hann er að fara bráðum að færast á fimmtugsaldurinn og ég man að einu sinni var það aldurinn sem fólk varð eldgamalt!
Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 00:19
Hehe krúttlegt kvöld hjá ykkur...vont að lesa um vandræðin í aðgerðinni.
Takk fyrir að kíkja á mína síðu...skil kommentið þitt svo vel.
Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 00:50
já rétt frænka á ferð.
og já, á líka "eldgamlan mann" sem sofnar alltaf á "vitlausum tíma"
meira knús
auður
audur (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 02:54
Ég klár maður. Gaman að sjá þig frænka. Hvað er hægt að gera við svona "gamla" menn?
Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 03:01
ekkert nema elska þá....
góða nótt frænka, sofðu vel. Þú átt það inni !
audur (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 03:11
Um að gera að nota vel þær fáu stundir sem þið fáið svona í algjöru næði og þá er ég ekki að meina að nota þær í að sofa .......
Anna Gísladóttir, 15.10.2007 kl. 04:47
Þú ert nú meiri dúllan Fjóla, þið Mummi eruð voðalegt krútt.Og takk fyrir afar fallegt komment á minni síðu. Frá suðurnesjamanni til suðurnesjakonu: Guð blessi þig Fjóla, og megi hann styrkja þig og þína ævinlega!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.