5.9.2007 | 17:42
Góð Ljósanótt
Þá er Ljósanótt að baki. Afskaplega skemmtileg helgi með mörgum menningarviðburðum. Reyndi að skoða sem flestar sýningarnar en varð að vísu frá að hverfa mjög skyndilega þegar ég fékk símtal um að lítil stúlka hefði slasast. Hún var að leika við Ásdísi mína og vinkonu hennar. Ég stökk auðvitað af stað til stelpnanna og hringdi í móðurina á hlaupunum. Þegar ég kom til skottunnar var hún skelfingu lostin og talsvert meidd en náði að róa sig niður við að sjá vinkonu sem hún treysti. Var ákveðið að drífa hana á sjúkrahúsið, þar sem móðir hennar kom og tók við henni, því meiðslin voru þess eðlis, hún var síðan send til Reykjavíkur til frekari rannsókna.
Kvöldið leið síðan í góðra vina hópi, var grillað og skemmt sér heima við og síðan var farið aftur niður í bæ og notið skemmtidagskráinnar. Eftir stórkostlega flugeldasýningu, sem hvarf svolítið í sjálfri sér, hitti ég föður slösuðu stúlkunnar sem er fyrrverandi mágur minn og nýju konuna hans og var sú slasaða með þeim. Þegar ég ætlaði að tala við þau þá fékk ég heldur betur kaldar kveðjur frá þeim. Þar var mér tjáð að þar sem ég skildi við bróður hans þá tilheyrði ég fortíðinni og hann vildi ekkert við mig tala og ég skildi halda mig algjörlega fjarri þeim. Þeim kæmi ég ekki við lengur. Mér sárnaði þetta því ég veit ekki til að ég hafi unnið fyrir þessari framkomu af þeirra hálfu. En samkvæmt kenningu og skoðunum föður litlu stúlkunnar og fósturmóður, þá hefði ég átt að segja í símann þegar dóttir hans slasaðist að mér kæmi stelpan ekkert við hún væri í minni fortíð og ég á ekki að púkka neitt upp á hana og halda síðan áfram að skoða sýningarnar áhyggjulaus með minni fjölskyldu. Það sem mér finnst enn leiðinlegra er að þetta var greinilega ekkert fyllerísröfl í þeim þar sem fósturmóðurin hefur hefur farið ljótum orðum um mig á bloggsíðu sinni síðan og hefur verið dugleg að kommenta hjá öðrum um hversu slæm ég er.
Þrátt fyrir þessa leiðinlegu og óvæntu uppákomu þá naut ég hátíðarinnar að fullu. Við fengum fullt af gestum um helgina enda liggur heimilið vel við, í um 5 mínútna göngufæri frá aðalsviðinu. Ég þakka öllum sem komu og skemmtu sér með okkur á Ljósanótt, takk fyrir frábært kvöld og einnig þeim sem stóðu að hátíðinni.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur!!
Berglind (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:16
Svona framkoma hjá mági þínum fyrrverandi segir margfalt meira um hann sjálfan en þig. Gott að þið áttuð öll góða helgi.
Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:03
Fjóla mín, þú átt ekki skilið svona framkomu, ég veit betur hvernig þú ert
Jón B. Sigmundsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:22
Takk fyrir hlý orð.
Ég hélt það einmitt að ég hefði ekki gert þeim nokkurn skapaðan hlut, einmitt staðið með þeim og varið þau þegar enginn vildi við þau tala, þegar þau voru nýbyrjuð saman.
Fjóla Æ., 5.9.2007 kl. 22:31
issópissó... bara að ignora svona furðufiska! Lítið annað hægt að gera held ég.
Þorði alls ekki að banka uppá hjá þér um helgina sökum heilsuleysis. Ætlaði sko ekki að bera mína skítaflensupest inn til ykkar... ég virðist hafa komið afleggjara þó í bæði Árný systur og gestgjafa mína þarna fyrir sunnan
Rannveig Lena Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 23:02
Knús á þig
Gerða Kristjáns, 5.9.2007 kl. 23:35
Það er bara svona Fjóla mín að fólk er misjafnlega mikið þroskað og þroski fer ekki alltaf eftir aldri. En svona er þetta bara wola wola og við getum ekki ákveðið hverjum við getum treyst wola wola.
Mummi Guð, 6.9.2007 kl. 12:13
Svona fólk á greinilega bágt ! Og framkoman segir meira um þeirra eigin karakter en þinn. Og ef ég þekki þig rétt áttirðu svona framkomu alls ekki skilið.
Árný Sesselja, 6.9.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.