15.11.2008 | 21:48
Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga jómfrú og aumingja ég
Núna er kominn 15. nóvember og jólin eru handan við hornið eftir nákvæmlega 39 daga mun ég væntanlega sitja hér í sófanum og dást af gleði barnanna minna yfir jólagjöfunum sínum. Gleðin er ekkert minni þó þau séu sum orðin fullorðin og hin alveg að verða það. Ég hlakka líka til jólanna en um leið kvíður mig líka smá til þeirra. Ætla samt að reyna að láta gleðina hafa öll völd. Ætla að fara að henda upp nokkrum jólaseríum í gluggana og spila jólalög á fleiri hljóðfæri en símann minn. Skipti kannski um hringingu og skelli kannski "hæ hó jibby jei, það er kominn 17. júní" í símann. Alveg glatað að hafa eins hringingu og allir aðrir. En.. Kannski ég haldi mig bara við jólalagið mitt þar sem ég þoli illa breytingar amk. sumar.
Annars er ég hrikalega kvíðinn þessa dagana. Gullrassinn minn verður 4 ára á þriðjudaginn, 18. nóvember. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sá dagur verður fyrir mig og fjölskylduna mína því við höfum aldrei prófað svona afmælisdag . Hann verður okkur vonandi þó góður. Planið er að halda aðeins upp á daginn um næstu helgi.
Við erum að dunda okkur núna við að gera lúllið hans Hugins viðkunnalegra. Kirkjugarðurinn lítur hræðilega út og ég segi það satt að það er ekkert of gott að koma þangað núna. Þess vegna ákváðum við Mumminn minn að reyna að gera eitthvað sem fengi okkur til að líða betur þegar við komum í heimsókn til Gullrassins okkar.
Annars héldum við upp á dag íslenskrar tungu í leikskólanum í gær meðal annars með því að fara í heimsókn í heimaskólann okkar. Þar sungu börn af öðrum leikskóla lagið "snert hörpu mína" og ég get sagt ykkur það að ég beygði af. Ég hef svo oft hlustað á þetta lag síðan Huginn var jarðaður en í gær gerðist eitthvað. Sennilega það að það voru börn sem sungu en ég hef bara heyrt lagið flutt af fullorðnum.
Að lokum ætla ég að vitna í dagbókina mína góðu segir fyrir vikuna 16.-22. nóvember "Foreldrar- munið að allt sem börnin gefa ykkur er fallegt" og verð ég að segja að það er BARA rétt.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Ásdís Rán
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gerða Kristjáns
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
.
-
Dísa Dóra
-
Ólafur fannberg
-
Huld S. Ringsted
-
Gísli Torfi
-
Halla Rut
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lady Elín
-
Emma Agneta Björgvinsdóttir
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Gulli litli
-
Bryndís
-
Brynja skordal
-
Vertu með á nótunum
-
Guðrún Hauksdóttir
-
Erna Sif Gunnarsdóttir
-
Anita Björk Gunnarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já þið eruð að fara að upplifa fyrsta afmælisdaginn hans eftir að hann kvaddi, ég er á öðrum afmælisdegi á morgun. Það var einmitt þessi dagsetning sem leiddi mig til Hugins ykkar á Barnalandi á sínum tíma en hversvegna ég var að skoða 18 en ekki 16 nóvember man ég ekki. Ég fylgist til dæmis alltaf með ungri stúlku sem á afmæli sama dag og ég og er bloggvinur móður hennar.
Garðurinn hjá Himma mínum er fínn, svolítið rask öðruhvoru enda er hann í nýjasta hlutanum. Nýjar grafir og svona. En hann er kominn með jólaljósakrossinn sinn enda dreif ég mig í að borga þann seðil um leið og ég fékk hann í hendurnar.
Nú er ég búin að skrifa ritgerð elsku Fjóla en í raun ætlaði ég bara að segja knús og segja að ég skildi þig svo vel
Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 22:20
Ragnheiður. Ég hef oft hugsað til þín og haft gott af því að lesa skrifin þín, eins og til dæmis núna um jólakrossinn. Við höfum mikið talað um hvernig Lúllið yrði um jólin, en því miður er litlar upplýsingar að fá frá kirkjugarðinum. Maður þarf að leita eftir öllum upplýsingum, það er hvergi neinsstaðar hægt að lesa um kirkjugarðsreglurnar hérna. Mér finnst það svo furðuegt, það er eins og yfirmenn kirkjugarðanna haldi að allir hafi reynslu af því hvernig kirkjugarðar starfa.
Mummi Guð, 15.11.2008 kl. 23:00
Ég kem til með að hugsa til ykkar á afmælisdegi Hugins, án efa. Sá dagur er líka sérstakur að því leytinu að þá kvaddi annar engill, hann Cole.
Það var gott að sjá ykkur í haust og fá að knúsa aðeins......hugsa til ykkar oftar en þið vitið
Gerða Kristjáns, 16.11.2008 kl. 18:22
Risaknús yfir hafið.
Gurrí (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.