Ljósanóttin framundan

Núna eru skólarnir komnir á fullt skrið og ég er viss um að allir krakkarnir hafi verið ágætlega sátt við að setjast aftur á skólabekkinn. Þrátt fyrir það er ég líka sannfærð um að þau muni seint viðurkenna ánægjuna. Ég varð fyrir smá sjokki þegar ég var viðstödd skólasetninguna með prinsessunni minni. Það var þegar skólastjórinn las upp nöfn barnanna sem áttu að vera í bekkjunum. Þegar hann las upp nöfn 5. bekkjar las hann upp nöfn leikskólabarnanna "minna". Vá litlu börnin "mín" komin í 5. bekk er eitthvað sem ég á erfitt að fatta. Það sem tíminn þýtur.

En að öðru. Ljósanóttin er framundan. Hún verður sett við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn fyrir utan Myllubakkaskóla kl. 11, þar sem meðal annars verður helling af allskonar litum blöðrum sleppt upp í himininn. Blöðrurnar eiga að tákna það mikla fjölmenningarsamfélag sem við lifum í. Mér finnst þetta flott og hátíðlegt. Bæjarbúar eru hvattir til að lýsa upp hús sín og garða í tilefnfi hátíðarinnar en ég veit ekki alveg hvað við munum gera mikið. Ég veit þó að við gerum ekki næstum eins mikið og Helga og Hrafn á Faxabrautinni. Ótrúlega flott hjá þeim. Prinsessan ætlar að taka þátt í söngvarakeppni barna. Undankeppni á morgun og reiknum við með að hún komist áfram og muni syngja á stóra sviðinu á föstudagskvöld. Hana hlakkar ekkert smá til og er búin að vera að æfa lagið sitt í nokkra daga.

Hætt í bili og hvet alla til að kíkja á Ljósanótt og njóta margs konar menningar í miklu magni og skemmta sér konunglega. Dagskrána má sjá hér. Mér sýnist hún stækka með hverjum deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Fjóla mín, tíminn rýkur áfram alveg. Ég segi pass við Ljósanóttinni en sé eflaust og heyri í flugeldunum hingað til mín. Þannig var það í fyrra.

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

já við vonum svo ynilega að við komumst út á ljósanótt annars horfum við bara á flugeldana heðan úr Njarðvikinni

Erna Sif Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

sniðug þessi ljósahátíð okkur veitir ekki að ljósi þegar skammdeigið færist yfir.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta mín..... og takk fyrir öll fallegu commentin þín á síðuna okkar....:) elska þau :)

við ætlum að reyna að mæta ef heilsa leyfir... ég hélt að loks væri hann að koma til en neibb hann varð allt í einu rosalega kvefaður og úrillur nú í kvöld... hætti á sýklalyfjum í gær og er orðin svona í dag.......... en hey gagni prinsessunni vel í keppninni og vonandi sjáum við hana á stóra sviðinu ;) knús knús og vona ég svo að hún vinni :=)

Þórunn Eva , 2.9.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband