Sjaldséðir hvítir hrafnar

Halló kæru vinir ég er hér enn þrátt fyrir að hafa ekki séðst síðan mamma átti afmæli. Það hefur reyndar verið mikið um að ske hjá okkur og við búin að þeytast um allar koppagrundir með skuldahalann í eftirdragi. Ja kannski ekki alveg allar grundir en samt nokkrar. Ég fór á Akranes, og þar hékk ég í Skrúðgarðinum og vonaðist eftir að hitta hana Gurrí Himnaríkisfrú en hún lét ekki sjá sig. Frétti síðan af henni upp í sveit. Einnig var farið í sveitina, upp á Þingvelli til að treysta vort heit  austur í Grímsnes og síðan aftur á Þingvelli og heitið frá því fyrr í sumar endurtekið. Ég er örugglega að gleyma einhverjum heimsóttum grundum en það verður bara að hafa það. Bæti þeim inn umsvifalaust og þær hafa samband. Við höfum líka sleikt sólina á Austurvelli á heitasta degi sumarsins og síðan er planið að horfa á Keflvíkinga sparka tuðru á milli sín á morgun og eftir það á að kíkja á fleiri koppagrundir og núna í hópferð með fullt af fólki sem við þekkjum og örugglega verða margir, margir sem við ekki þekkjum en það er bara gaman að því. Þar sem ég hef lítið verið heima hef ég verið einstaklega lélegur bloggvinur og hef ekki einu sinni skráð mig inn á bloggið í nokkrar vikur hvað þá lesið blogg hjá öðrum og enn síður að kvitta. Núna þegar ég skráði mig inn sá ég að mér hafði borist afmælisboð. Ég er verulega upp með mér og hef hugsað mér að mæta ef nokkur kostur er.

Þegar við komum heim eftir einhvern þeytinginn rak ég augun í nokkur skilti sem búið var að setja upp víða um bæinn og er þar eitt sem ég vil ekki skilja og langar að vita hvernig aðrir skilja þau.

Skilti                            skilti 2 

Hvað þýðir þetta?                                                                   Og hvar er stafsetningarkunnáttan?

 

Ætla að láta þetta duga í bili enda bara að láta vita af mér. Þangað til næst, akið varlega, brosið og skemmtið ykkur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady Elín

Snilld!  Ég á nú helst von að sjá svona æðislegar villur á erlendum skilltum, en því miður hef ég undanfarið verið að taka eftir því að málfræði kunnátta landans fer ört hnignandi, hvort sem er á skiltum eða í dagblaðadálkum.  Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða að gráta þegar ég sé svona, en það fer ekki milli mála að svona klúður kitla hláturtaugarnar hjá mér.

kveðja frá Skotlandi

Elín

Lady Elín, 5.8.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hæ Fjóla mín.. bara að kasta einni kveðju í gegnum alnetið! Knús!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 6.8.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Dísa Dóra

Bannað að leggja á eigin ábyrgð - hmmmmm en hver tekur þá ábyrgðina ef maður leggur þarna???

Dísa Dóra, 6.8.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Mummi Guð

Það er ekki bara bannað að leggja á eigin ábyrgð, heldur banað að leggja!!

Mummi Guð, 6.8.2008 kl. 22:38

5 identicon

Mér sýnist einhver fréttamaður hjá vísi.is hafi fengið sér aðra vinnu....

Steinunn (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:42

6 identicon

"Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða að gráta"

Já,Lady Elin, það er greinilegt að málfræðikunnáttu þjóðarinnar fer hnignandi og þín með.

Það er ekki g í sögninni að hlæja.

Einar (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband