Er vaninn helsi?

"Vaninn er ýmist besti þjónninn eða versti húsbóndinn" þetta spakmæli er í boði dagbókarinnar minnar og verð ég að vera henni nokkuð sammála.

Ég er frekar vanaföst og þarf stundum að taka á honum stóra mínum til að gera breytingar. Núna er ég búin að vera í ákveðnum vana undanfarin ár og hefur hann breyst.  Ég er að tala um líf veikinda og baráttu. Eftir að Gullrassinn minn kvaddi þá hefur líf mitt breyst og ég verð að finna mér aðrar áherslur og nýja vana. Það gerist auðvitað ekki á einni nóttu og er ég því enn í beygjunni sem líf mitt tók 24. mars síðast liðinn. Fólk er gjarnan að spyrja hvort lífið sé ekki komið í samt lag aftur en hvað er samt lag? Ég veit að fólk meinar vel og veit stundum ekki alveg hvað það á að segja en lífið verður aldrei samt aftur. Það breytist bara. Lífið er stöðugt að breytast og við erum alltaf að taka beygjur á leiðinni, stundum eru þær bara sveigja en stundum geta þær orðið 90° og enginn veit hvað er framundan. Þessar beygjur sem ég er að tala um eru þær breytingar sem verða á lífi okkar allra. Stundum ákveðum við að taka beygjuna og breyta lífinu en stundum er kippt í stýrið og við ráðum ekki neitt við neitt. Þá er aðal málið að hanga á veginum. Ég hangi á veginum og er að verða búin að ná stjórn á stýrinu aftur. Veit reyndar ekkert um það hvaða áherslur og vana ég ætla að venja mér en það er engu að síður allt að koma. Í millitíðinni smíða ég bara, fer í útilegur og verð sólbrún í sólinni.

En einu ætla ég ekki að hætta amk. ekki að svo stöddu en það er að fylgjast með og reyna eftir megni að styðja aðra foreldra sem kippt var í stýrið hjá og eiga alvarlega langveik börn. Einnig styðja og starfa með samtökum Einstakra barna og Umhyggju. Ég hef reynslu sem gæti kannski nýst öðrum.

Núna er á dagskránni hjá okkur hjónaleysunum að pakka niður öllum hjálpartækjunum og senda inn í Hjálpartækjamiðstöð. Verð að viðurkenna að það er ekkert tilhlökkunarefni en eitthvað sem þarf að gera.

Að lokum langar mig til að segja ykkur að móðir mín Ljónshjarta afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju með daginn. Góð móðir leggur hornstein að góðri framtíð. Takk mamma fyrir að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Fjóla,  ég frétti að þið skötuhjúin hefðuð þeyst hér um hverfið í gær á fákunum ykkar. 

Til hamingju með mömmu þína.

Bið að heilsa

Njáll (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband