Söngstjarnan hún dóttir mín

Ég er kannski að verða duglegur bloggari? Blogga 2 daga í röð! Annars er ástæða fyrir því að ég er að blogga núna en hún er sú að ég verð að fá að monta mig smá af prinsessunni minni. Ég hef áður talað um að hún sé mikil og efnileg söngkona og í dag fékk ég enn einu sinni staðfestingu á því. Hún hefur verið á söngnámskeiði hjá Bríeti Sunnu og í kvöld voru tónleikar. Það var almennt mikið stress í gangi hjá söngvurunum enda ekki auðvelt að syngja fyrir  framan fullt af ókunnu fólki og einnig fjölskyldur sínar en Ásdís Rán var hvergi bangin og að öllum hinum ólöstuðum tel ég að hún hafi verið lang besti söngvarinn á tónleikunum. En ég er kannski svolítið hlutdræg.

Að þessu sinni ætla ég ekki bara að tala um hversu frábær hún er heldur langar mig til að leyfa ykkur að dæma fyrir ykkur sjálf og ætla í fyrsta skipti að setja inn link á myndband af YouTube, það er reyndar svolítið dimmt en sést samt ágætlega, vona bara að það takist skammlaust.

Langar samt að minna á að skottan er bara 11 ára. Hún var reyndar að gerast moggabloggari en þar sem hún er farin í útilegu með pabba sínum þá bloggar hún ekki fyrr en eftir helgi en það væri frábært að ef þið mynduð vilja kommenta á síðunni hjá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, þú mátt sko alveg vera stolt.. rosalega flott hjá söngstjörnunni þinni!

Sólarkveðja 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 21.6.2008 kl. 07:34

2 Smámynd: Dísa Dóra

Flott söngkona og ég skil vel að þú sért stolt

Dísa Dóra, 21.6.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: .

Duglega stelpa, vildi að ég hefði átt þess kost að hlusta, ertu ekki til í að syngja fyrir mig í réttunum í haust......

., 21.6.2008 kl. 15:51

4 identicon

Vá flott hjá skjóu minni

amma (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:09

5 identicon

Þú mátt alveg vera stolt af stelpunni þinni hún er flott

Sigrún (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Bara flott hjá stelpunni

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.6.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband