Blómstrandi Lúll

Í dag fórum við hjónaleysin og gróðursettum nokkrar stjúpur á Lúllinu hjá Gullrassinum mínum. Settum niður gular og bláar sem er voða fínt en samt er ég ekki viss um hvort að ég sé alveg sátt við Lúllið eins og það er. Kannski er það vegna þess að stjúpurnar eru ljósbláar en ekki alvöru bláar eða kannski þarf ég að venjast þeim. Kemur í ljós og ef ég er ekki nægilega sátt við þetta eins og það er þá bara breyti ég. Set kannski inn mynd seinna af blómum skreyttu Lúllinu til að sýna ykkur.

Bloggvinkona mín hún Ragnheiður var með færslu í dag um hvort hún ætti að segja að hún ætti fimm börn eða fjögur. Þetta er erfið spurning því hún á fimm en einungis fjögur eru með henni á þessu tilverustigi. Ég er því miður í sömu sporum og hún því ég á fimm börn en bara fjögur hér með mér. Ég segi að ég eigi fimm börn en ég veit að stundum er auðveldara að segja að maður eigi bara fjögur til að losna við allar spurningar og útskýringar sem fylgja hinu svarinu. Komst að því um daginn þegar ég var að skrifa bréf þar sem fram kom hversu mörg börn ég ætti en minn yndislegi unnusti reddaði því fyrir mig og sagði að ég ætti fjögur og að eitt til viðbótar hefði látist í vetur. Einfalt í bréfi en kannski ekki munnlega.

Þangað til næst, knúsið börnin ykkar og látið þau vita hvað þau eru ykkur mikilvæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef ekki sett nein blóm hjá Himma. Hann er með eriku sem Birna setti hjá honum sl haust. Ég get ekki ákveðið hvað ég vil hafa og hvað ekki

Það verður gaman að sjá mynd af Lúllinu hans Hugins

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús yfir hafið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 14:43

3 identicon

Sæl Fjóla mín, veit ekki hvort hægt er að ráðleggja í svona... En ég þekki hjón í sömu sporum og þau svara því til að þau eigi 6 börn - 4 á lífi. En erfitt er það, hvernig sem það er orðað.

Sigrún (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:52

4 identicon

Ég hef mikið verið að pæla í þessu. Ég get auðvitað ekki sett mig í ykkar spor í sambandi við þetta. En spurning mín er hvort nauðsynlegt sé að segja það í sömu setningunni Þið eigið 5 börn. Er ekki hægt að segja það líka án þess að þurfa útskýra eitthvað meira? Eða hvað... en eins og ég sagði þá get ég ekki sett mig í ykkar spor svo að ég veit ekki hvernig maður á að svara svona spurningum en ég fór bara að pæla 

Fríða K (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Get ekkert ráðlagt en skil vel þessa hugsun. Ég hugsa að ég segði að ég ætti líka það barn sem látið væri, því maður á það alltaf í hjartanu.

Knús og kossar á þig duglega kona

Guðrún Hauksdóttir, 6.6.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband