21.5.2008 | 19:44
Með brosi birtir
Spakmæli dagbókarinnar minnar frá því í síðustu vikur er á þessa leið: Hamingja heila ævi, enginn maður þyldi slíkt, það yrði jarðneskt víti. Kannski yrði lífið víti ef ekkert blési á móti, aldrei. Ég veit það ekki en stundum finnst mér blása full mikið á sumt fólk. Ég er þó alveg sannfærð um að það sé alltaf auðveldara að berjast á móti storminum með bros í hjarta og sál. Það er ekki alltaf auðvelt en það verður að minnsta kosti að reyna og trúa.
Undanfarna daga hef ég verið að dunda mér við að taka herbergi Prinsessunnar minnar í gegn. Spartlað, málað, smíðað og leikið mér aðein að rafmagninu. Það var reyndar ekki vanþörf á smá yfirhalningu því það hefur ekkert verið gert fyrir herbergið síðan við fluttum hingað fyrir 4 árum. Það vantaði parketlista, innstungurnar voru ýmist ótengdar eða illa farnar. Ljósin voru blá og það passar illa við bleikt. Núna eru komnir listar og nýjar innstungur, veggirnir bleikir, flottir risa stórir púðar í rúmið til að nota þegar setið er í rúminu, ný falleg ljós og lampi í óskalitnum. Sem sagt bara flott. Stelpan er alla vega mjög sátt og hamingjusöm með þessa breytingu.
Þangað til næst, munið að brosa þótt stundum sé stormurinn í fangið.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tekuru svona yfirhalningar að þér ? Hér er nefnilega eitt stykki prinsessuherbergi sem þarfnast yfirhalningar ....... og ég því miður hef engin svona "Völu Matt gen" í mér Og ef þú tekur ekki að þér yfirhalningar þá á ég samt alltaf kaffi ef þú ert á ferðinni .......
Anna Gísladóttir, 21.5.2008 kl. 20:47
innlitskvittunarkveðja
Ólafur fannberg, 21.5.2008 kl. 22:53
Má bjóða ykkur "hjónum" miða á Johnny Logan tónleikana á morgun?
Fríða K (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:24
frítt að sjálfsögðu
Fríða K (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:34
mikið rétt í þessum spakmælum Fjóla mín og er sammála því sem þú seigir þarna vá frábært að gera svona flott fyrir prinsessuna ykkar sú hefur verið glöð hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 13:45
Bros og birta til þín Fjóla mín, dugleg ertu.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.