14.5.2008 | 19:50
Ég er latur bloggari, held ég
Úpps alltof langt síðan ég bloggaði síðast en ætla að reyna að bæta úr því núna. Síðustu dagar hafa verið nokkuð umsetnir. Ég fór heim í heiðardalinn um helgina og tók með mér slatta af fjölskyldunni. Áttum við yndislega daga í sveitinni hjá foreldrum mínum, sáum folöld og allt. Það er alltaf gaman að sjá þessi kríli svona nýköstuð, þau eru svolítið fyndin svona óstyrk á fótunum og hrædd við allt. Þetta óöryggi varir ekki lengi og eftir smá stund eru þau orðin fótfrá og óhrædd. Verð líka að viðurkenna að það er yndisleg tilbreyting að láta dekra svona við sig eins og foreldrar mínir gerðu við okkur, skil vel að börnin séu spennt fyrir því að fara til þeirra. Knús á ykkur mamma og pabbi.
Í gær skellti ég mér út í garð og afrekaði það að klippa limgerðið og rífa upp njóla og anað fínt illgresi. Fór síðan út aftur í morgun og viti menn. Ég er byrjuð á pallinum mínum! Ætla ekki að koma með áætlaðan verklokadag, er nefnilega ekki viss um að geta staðið við hann og þyrfti þá jafnvel að borga sektir en samt er það einlæg von mín og trú að hægt verði að bleyta í kroppnum að utanverðu á Ljósanótt. Dagskrá morgundagsins er að halda áfram að smíða pall en vegna gamals vana þá eru allar áætlanir skráðar með blýanti sem auðvelt er að stroka út og rita nýja áætlun. Er annars með svaka strengi í höndunum og gæti því þurft að eyða deginum í sjálfsmeðaumkun og ræfildómi.
Við fórum áðan að heimsækja Hugin og ákváðum að fara að skreyta Lúllið hans með gulum blómum fljótlega. Við höfum verið að velta fyrir okkur einu en það eru reglur kirkjugarðanna. Við vitum að það er fullt af hlutum sem eru ekki leyfilegir að gera við leiði eins og að planta trjám en okkur langar að vita hvað má og hvað ekki má. Við hliðið að garðinum er fólki bent á að kynna sér reglur garðsins á húsinu sem er þarna en þar eru einu leiðbeiningarnar við hvern maður á að tala ef um legsteinaviðgerð er að ræða. Veit einhver hvar er hægt að finna þessar upplýsingar á netinu, við höfum ekki fundið þær ennþá.
En þangað til næst, hvenær sem það verður, mundu að þú ert frábær persóna.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er búin að leita út um allt á gardur.is og þar er ekkert. Skrítið að þessar reglur skuli hvergi vera.
Fríða K (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:20
http://www.kirkjugardar.is/sida.php?id=255&PHPSESSID=35f625dda23489b1cb1312bf3f738add
Þarna eru reglur fyrir kirkjugarða í Reykjavík, sennilega eru svipaðar reglur um allt land.
Fjóla Þorvalds (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:56
Alltaf gott að komast í sveitina.
Farðu vel með þig skvís
Dísa Dóra, 15.5.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.