Hugleiðing.

Litli Gullrassinn minn, Huginn Heiðar hleypur núna syngjandi um grænar grundir, klappandi saman lófunum, með stjörnublik í augunum.  Við Mummi höfum áður sagt að við trúum því að hann hafi valið þennan dag til að kveðja okkur. Hann var búinn að kveðja alla sína nánustu ættingja sína svo fallega. Afmælisdagur bróður hans var liðinn. Huginn valdi sinn dag. Ég er honum svo þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman sem var mun lengri en allir reiknuðu með. Ég er svo þakklát fyrir að í stað þess að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir þá ákvað hann sjálfur að taka þær. Ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hjá honum þegar hann kvaddi þessa jarðvist. Ég óttaðist það mest að við myndum ekki geta verið hjá honum á þeirri stundu og hann yrði einn. En hann sá til þess að það varð ekki.

Ég og Huginn

Núna er mikið tómarúm í hjarta mínu en einnig mikið þakklæti um leið. Ég á fullt af yndislegum minningum um litla Gullrassinn minn til að ylja mér á sem gerir allt auðveldara. Ég er hvorki honum né öðrum reið heldur virði ég hans ákvörðun og að vissu leiti skil ég hana líka. Hann hefur kennt mér að líta öðrum augum á lífið en áður.

Við fórum fjölskyldan í gær og hittum Hugin. Hann er svo fallegur liggjandi á bænapúðanum sínum með Skvísuna sína og Vin í fanginu. Hann er svo friðsæll og fagur. Það er eins og hann brosi til okkar.

Ég og fjölskylda mín viljum þakka fyrir allar þær kveðjur sem okkur hafa borist. Þessi stuðningur og hlýja sem við finnum er okkur mikilvægur og ómetanlegur. Takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Elsku Fjóla mín og fjölskylda

Hugur minn er hjá ykkur, eins og svo oft áður.

Kærleiksknús á ykkur öll

Gerða Kristjáns, 29.3.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi stuðnings- og vináttukveðjur yfir hafið, elsku Fjóla mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Mikið óskaplega er þetta falleg mynd um ykkur Huginn 

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.3.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Ragnheiður

Hugur minn er hjá ykkur elskurnar. Þessi mynd er ofsalega falleg af ykkur Hugin.

Kær kveðja

Ragnheiður , 29.3.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Elsku Fjóla, ég er búin að hugsa svo mikið til þín og fjölskyldunnar.  Minningin um lítinn yndislegan prins hún lifir. Elsku Fjóla mín stórt, stórt knús til þín!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.3.2008 kl. 15:55

6 identicon

já það segiru satt. hann er svo fallegur. með rauðu axlaböndin sín =)

og já hann er með litla sæta prakkaraglottið sitt á sér.. =)

Ég sakna hans !

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:32

7 identicon

Elsku Fjóla mín hugur minn er hjá þér og ykkur öllum

Hrönn Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:41

8 identicon

Falleg  mynd af litla  og stóru

hetjunum hann er svo fallegur drengur

Sendi ykkur kæra fjölskylda

Innilegar samúðarkveðjur og guð veri með ykkur öllum.

Vallý (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:41

9 identicon

Falleg mynd af ykkur tveim, falleg minning og yndislegt, að geta þakkað fyrir það sem var og það sem er....................

Guð veri með ykkur öllum

sigrún (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: .

Komin heim og þá mætir mér þessi yndislega mynd af ykkur Hugin og hugleiðingin þín, það var gott að hitta ykkur kvöldið áður en ég fór.  Ég hitti Joan á sýningunni og sýndi henni mynd sem ég er að gera eftir hennar hugmynd, handa ykkur Mumma og sagði henni hversvegna ég gerði hana svona, þetta væri in memory of my grandchildren. Hún táraðist.  Knús til ykkar frá okkur Völu.

., 29.3.2008 kl. 22:37

11 identicon

Líkt og þú segir, fallegar minningar lifa áfram um ókomin ár um fallegann dreng sem hafði fallega sál. Það er ótrúlegt hvað þessi litlu verur kenna manni um lífið og þá sérstaklega litlu verurnar sem fæðast langveikar, þar held ég að maður fái mestann lærdóminn. Knús á ykkur öll Fjóla mín og hugheilar kveðjur til allrar fjölskyldunnar.  

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:41

12 Smámynd: Árný Sesselja

Elsku Fjóla og fjölskylda

Ég er búin að sitja og stara á skjáinn og reynt að finna orð sem skýra hug minn, ég bara finn ekki rétta samsetningu á þeim. Mynd getur sagt meira en 1000 orð..... Megi góður Guð styrkja ykkur.

zwani.com myspace graphic comments

Árný Sesselja, 30.3.2008 kl. 00:02

13 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 30.3.2008 kl. 00:31

14 Smámynd: Dísa Dóra

Þessi hugleiðing sýnir mér enn betur hve sterk persóna þú ert elsku Fjóla þú ert algjör HETJA.

Huginn er örugglega mjög stoltur af ykkur fjölskyldu sinni nú sem áður.

Sendi ykkur mínar bestu óskir og kveðjur

Dísa Dóra, 30.3.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband