Fór á rúntinn

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir - Þetta spakmæli er í boði dagbókarinnar.

Gullrassinn er enn og aftur í Rjóðrinu og er því þessari viku eytt í slökun. Ja, eða slökun eftir aðstæðum. Fór til dæmis aftur upp í rúm í morgun eftir að hafa skutlað börnunum í skólann og steinsofnaði, vaknaði ekki fyrr en unnustinn vakti mig með ljúfum kossi í hádeginu. Undursamlegt að vakna svoleiðis.

brim

Seinnipartinn í dag datt okkur í hug að skreppa aðeins á rúntinn. Gátum talið börnunum trú um að við værum að fara að skoða hús sem við værum að fara að kaupa í Höfnum. Stoppuðum síðan fyrir utan lítinn ljótann kofa og sögðum að þetta væri húsið. Mikill feginleiki sveif yfir bílnum þegar búið var að leiðrétta lygina.

Eldey í fjarska

Fórum síðan áfram út að Reykjanesvita. Veðrið var yndislegt og töluvert brim. Varð alveg heilluð af því og ákvað að taka nokkrar myndir af því. Held að hún Gurrí bloggvinkona mín í Himnaríki sé búin að smita mig af brimáhuga.

svaka skvetta

 

Á bakaleiðinni komum við aðeins við á brúnni milli heimsálfanna og þrátt fyrir að unglingurinn sé á hækjum fannst honum ekki mikið mál að hoppa upp á brúna, yfir hana og síðan langt út í hraunið og síðan til baka.

 

Fjölskylda í Hvergilandi

Hann var reyndar orðinn dálítið lúinn þegar við komum niður í bíl aftur. Hann talar mikið um hvað þetta hopp reyni mikið á magavöðvana og handleggina. Það er gott finnst honum, því þá stækka vöðvarnir. Hann hefur lengi dreymt um útlit eins og kraftajötnar og vaxtaræktarmenn hafa. Upphleyptar æðar á handleggjum fá sérlega aðdáun.

 Himininn

Farin í bili og þangað til næst njótið samveru með þeim sem þið elskið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að horfa á sjóinn í sinni hrikalegustu mynd ef maður hefur fast undir fótum.  Njóttu vikunnar dúlla

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Flottar myndir, ? um nýtt hobbý!  Alltaf gaman að hrella krakkana aðeins Eigðu nú góða slökun, Fjóla mín!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 6.3.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Þórunn Eva

knús knús og hafðu það súper gott... p.s flottar myndir...

Þórunn Eva , 11.3.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æðislegt brim, gjörsamlega geggjað. Hefði verið gaman að vera með í för. Alltaf gaman að stríða börnunum sínum. Múahahahahhaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband