Vikan í stuði

Hamingjan er eins og ilmvatn, sem þú getur ekki sett á aðra án þess að nokkrir dropar loði við þig - þetta er spakmæli vikunnar í boði dagbókarinnar og að vanda er mikið til í því.

Vikan er búin að vera nokkuð annasöm. Gullrassinn er í Rjóðrinu og unir sér einstaklega vel. Fékk símtal frá þeim þar sem mér var tjáð að þær hefðu aldrei haft hann eins hressan og kátan eins og núna þessa dagana. Honum hefur reyndar liðið mjög vel síðan um árshátíðarhelgina og það skilar sér í auknum krafti sem aftur skilar sér í meiri getu til að gera alla hluti. Hann meira að segja gat setið aleinn í dálitla stund um daginn í fyrsta sinn.

Prinsessan vaknaði á mánudagsmorgun með hálsríg dauðans og var um kvöldið orðin stokkbólgin þannig að ég stökk með hana til læknis. Meðferð: Bólgueyðandi og nudd. Er mun skárri í dag en samt ekki það góð að hún treysti sér til að spila fótbolta. Fórum samt i bæinn á þriðjudagskvöldið þar sem við áttum flotta fjölskyldusamveru með stóru börnunum okkar í Keiluhöllinni. Ég komst að því að það er miklu mun auðveldara að spila Pool í tölvunni heldur en með kjuða. En ef ég æfi mig þá gæti ég kannski orðið nokkuð góð eftir svona 10 - 15 ár.

Unglingurinn lifði sig rösklega inn í sokkabolta í leikfimi í gær. Svo mikið að honum datt í hug að sparka gólfinu í markið. Það þýddi slit á naglabandi og gríðarlega mikla blæðingu. Fór og hitti lækninn sem setti stóran plástur á bágtið. Er núna hoppandi á hækjum alveg að drepast í fætinum og talar um að honum líði eins og hann sé með hjartað í tánni sem og  brotið bein. Það getur svo sem alveg verið. Hann græddi þó það að fá frí í skólanum í dag enda illfært á hækjum utanhúss þessa dagana.

Þangað til næst, skvettið ilmvatni hamingjunnar á náungann og uppskerið eigin hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Æ hvað er gott að gullrassinn er svona hress og stórkostlegt að hann hafi náð að sitja einn

Vona að eymsli hinna unganna batni fljótt og vel.

Reyni að skvetta smá af mínu ilmvatni á ykkur

Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott þetta spakmæli og ég hef fulla trú á þér í poolinu Fjóla mín... æfingin skapar meistarann!  

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 28.2.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Mummi Guð

Fjóla, ég held að þú ættir að einbeita þér að skvassinu.

Mummi Guð, 28.2.2008 kl. 19:33

4 identicon

Skvett af ilmvatninu mínu á þig og þína fjölskyldu, ég náði 97 stigum í keilu í síðustu viku, það er eiginlega hæsta stigaskor hjá mér hingað til .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir ilmvatnsgusurnar Magga og Dísa Dóra, þær koma sér vel.

Hvað ert þú að gefa í skyn Mummi minn hmmm.

Magga ég náði líka yfir 90 stigin í keilunni og var bara sátt með árangurinn  alveg þangað til ég fór að horfa á skorið hjá einhverjum sem voru að keppa þarna um leið og við vorum að leika okkur.

Fjóla Æ., 29.2.2008 kl. 13:45

6 identicon

HAHAHAHAHA mamma ég var efst af ykkur og var með 91!

Gelgjan! (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband