Óseðjandi?

Kannski maður hendi hér inn nokkrum orðum. Helgin er búin að vera stórfín. Fór á árhátíð með unnustanum í Bláa Lónið. Hin besta skemmtun. Dásamlegur matur. Hefði alveg viljað fá meiri mat samt, ekki það að maturinn væri ekki vel útilátinn, nei þvert á móti. Mér finnst bara svo gaman að borða góðan mat að ég get vel dundað mér við það í nokkra klukkutíma, eins og þeir sem þekkja mig vita vel. En það var víst ekki í boði en í staðinn var boðið upp á Pál Óskar og ekki var hann síðri en maturinn og líkt og hann, varði ánægjan einnig í of skamman tíma. Þrátt fyrir að auglýst hefði verið að hvítt væri liturinn sá ég ekki nema 2 konur hvítklæddar og einungis 1 karlmann á hátíðinni. Reyndar voru nokkrar konur með hvítt í fötunum sínum og karlarnir gjarnan í hvítum skyrtum eða með hvít bindi. Flestir voru bara svartklæddir eins og venjulega.

Well mæ pípúl þrátt fyrir nærri 10 tíma svefn er eins og ég hafi lítið sofið og ætla því að fara að skríða í ból og heyri bara í ykkur á morgun. Góða nótt og njótið hvíldar og svefns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú skemmtir þér vel á árshátíðinni, Palli Óskars er yndislegur, en þetta með matinn, þá ert þú greinilegur nautnaseggur þegar kemur að því að aðrir elda ofan í þig . Varst þú ekki í hvítu?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Mér þykir alveg einstaklega gott og gaman að borða góðan mat hvort það sé einhver annar sem eldar ofan í mig eða ég geri það sjálf. Að sjálfsögðu var ég önnur konan sem var í hvítu.

Fjóla Æ., 18.2.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það er GOTTTTTTTTTT að borða !

Gerða Kristjáns, 18.2.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að djamma stundum, fer núorðið í svona ör-matarboð og ör-afmæli, það er bara stórfínt! Svo er Palli náttúrlega æði, verst að þú fékkst ekki fimm matarskammta til að geta nartað allt kvöldið ... en það er ekki á allt kosið.

Knús af Skaga!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Gísli Torfi

Var Michael jackson nokkuð þarna "dosent matter if you are black or white"

Gísli Torfi, 19.2.2008 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband