9.2.2008 | 21:46
Ég var að spá...
...í því hvort að fólk sé almennt hjátrúarfullt. Ég þekki nefnilega fólk sem snýr við eða fer aðra leið ef að svartur köttur fer í veg fyrir það. Einnig þekki ég fólk sem trúir því að ef maður þvær sér ekki um augun upp úr blessuðu vatni að þá verði maður blindur. Einnig er fullt af fólki sem gengur ekki frá neinum samningum né hefur nýtt starf nema á fimmtudegi eða föstudegi og einnig eru margir sem láta sér nægja að hefja ekki nýtt verk eða gera nýja samninga á mánudegi . Mér hefur oft verið meinað að drekka ófrísk úr bolla sem misst hefur handfangið eða er með brot í barmi, vegna þess að þá yrði barnið mitt heyrnarlaust eða holgóma. Og svo má lengi telja. Hvað með þig? Ert þú hjátrúarfullur einstaklingur?
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er það (byrjaði á að skrifa að ég haldi það) , byrja t.d. aldrei í nýrri vinnu á mánudegi eða flyt inn í nýja íbúð á þeim degi. Skarð í bolla þegar ég var ófrísk, nei ég drakk ekki úr svoleiðis bolla. Hins vegar þetta með kettina, skiptir mig engu máli eða labba undir stiga. Ég slæ alltaf í Við þegar ég tel mig heppna s.s. 7,9,13. Og svo mætti lengi telja.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:51
Held að ég sé ekki hjátrúarfull. Þegar ég var ófrísk átti ég bara skörðótta bolla sem ég drakk úr, ekki fæddist drengurinn með skarð í vör. Ég lét klippa mig á þessum tíma þrátt fyrir að "kerlingar" segðu að barnið yrði sköllótt (Só?) en drengurinn fæddist síðhærður og missti aldrei hárið. Þegar ég flutti á Hringbrautina 1988 var það á þriðjudegi vegna þess að þá komst fólk til að hjálpa mér. Hingað í himnaríki flutti ég á föstudegi af því að það var praktískt! Nei, ég er ekki hjátrúarfull. Finnst slíkt leifar frá tímum nornaofsókna þegar fólk var brennt á báli fyrir litlar sakir. Hef aftur á móti fengið sterkt hugboð einu sinni en veit ekki hvort það átti við rök að styðjast. Við systurnar vorum á litlum sendibíl frá DV, pínulitlum, hálfgerðum station nema styttri, og gleymdum skráningabók á stað úti á Granda. Fórum í sjoppur á Vesturgötunni og sóttum "endursendingar", eða óseld blöð, en þegar við ætluðum á Grandann að sækja bókina sá ég fyrir mér að risastór trukkur myndi kremja okkur. Ég gat rétt svo aulað þessu upp við Hildu systur, sem keyrði, og hún sagði að maður ætti alltaf að taka mark á hugboðum. Hún hætti við að fara í Grandasjoppuna og þá fór óþægindatilfinningin. Skrýtið ... hef ekki fengið svona hugboð aftur og það eru 25 ár síðan. Hmm, sorrí, ég er farin að blogga hérna hjá þér, elskan!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2008 kl. 22:57
Afsökun móttekin Gurrý. Mín skoðun er sú að hugboð og hjátrú eigi ekkert sameiginlegt. Hef stundum sjálf fengið hugboð og farið misjafnlega eftir þeim og komist að því að þau eru sönn en hjátrúin, ja hún er hjátrú. Og segi lítið meira um hana en það.
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 23:11
ekkert slíkt hrellir mig
Ólafur fannberg, 9.2.2008 kl. 23:17
Ég tel mig nú ekki hjátrúafulla en ég verð að segja ykkur sögu sem að amma sagði við barnabarnið sitt þegar að barnabarnið varð ólétt af fyrsta langömmubarninu (vonandi er ég að koma þessu rétt frá mér) Hún sagði við hana að hún mætti alls ekki horfa í augun á fólki með Downs-heilkenni þar sem þá myndi barnið fæðast með Downs. Svona var hugsun blessuðu gömlu konunar sem greinilega ólst uppi á þeim tíma að fólk vissi greinilega ekki betur um þessi mál. Gaman samt að svona hjátrúum. Vinkona mín mátti einmitt aldrei labba yfir holræsi án þess að láta einhvern banka í hægri öxlina á sér eftirá.
Fríða K (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:19
Góður Ólafur
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 23:20
Smá pæling Fríða. Hvað gerði frænka þin? Horfði hún í augun á einhverjum með Down syndrome eða ekki og hvað varð með barnið hennar?
Síðan má í framhaldi spyrja þeirrar spurningar ef barnshafandi kona horfi í augun á einhverjum sem er haldinn geðveiki og barnið sem hún gengur með verði geðveikt líkt og ef barnshafandi kona horfir í augun á manneskju með litningargalla fæði barn með sama litningargalla. Og er þá ekki eins líklegt að barnshafandi kona sem horfir í augu krabbameinssjúks einstaklings að barnið fái krabbamein?
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 23:30
Er alls ekki hjátrúarfull... sem betur fer
Rannveig Lena Gísladóttir, 9.2.2008 kl. 23:50
Ég hef eina hjátrú, ég fer alltaf í sokkana áður en ég fer í skóna, en ég veit ekki hvort það teljist til hjátrú!
Mummi Guð, 10.2.2008 kl. 00:23
Mikið af þessari hjátrú er einmitt sprottin af fáfræði. Ég er ekki hjátrúarfull en fæ oft hugboð. Krakkarnir mínir ná líka sambandi við mig þannig og systir mín líka. Ég veit ef eitthvað er að. Það sýndi sig í ágúst en ég gat ekki brugðist við því þá enda hann lokaður inni og komin nótt þegar hann kallaði á mig.
Hafðu það gott Fjóla mín og vonandi er sætastur hress þessa dagana, þarf að kíkja á barnalandssíðuna hans. Var ég búin að segja þér að ég hef fylgst með honum frá upphafi ? Svona er heimurinn lítill...
Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 00:27
Ég er alls ekki hjátrúarfull en mér finnst samt ótrúlega gaman að spá í öllum þessum "hjátrúum"
Anna Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 00:58
Ég held nú að frænkan hafi ekkert hlustað á gömlu konuna enda vissi hún betur!
Fríða K (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:08
Ég hafði eina hjátrú hér í denn ..hún var sú að spila í rauða Gullit Lotto bolnum mínum innanundir keppnistreyjuna og hlusta á Bhursta R. flytja lagið Put your Hand up .......
það svínvirkaði ég skoraði mörk fyrir Hvöt og við unnum..
( svo minnti mig að gamli skipstjórinn minn hann Hrólfur sem var með Nökkva HU-15 hafi aldrei viljað fara út á mánudögum og að það héti á gott ef eh maður væri vínandadauður í koju þegar landfestar væru leystar )
en í dag er enginn hjátrú til hjá mér ..
Gísli Torfi, 10.2.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.