30.1.2008 | 23:58
Einn sveittur næst?
Eftir að hafa haft margréttað í gær ákvað ég að elda bara fisk í dag og bera hann fram með gommu af grænmeti. Held að næst þegar verði stungið upp á því að hafa bjúgu, sperla, bjúgur eða grjúpán í matinn að ég stingi upp á því að fara bara á Villa og fá sér einn sveittan. Síðan er á matseðlinum fyrir morgundaginn gamall og að sumra mati ónýtur matur en vegna skólahreystis og bekkjarskemmtunar lítur allt út fyrir að maturinn fái að skemmast aðeins lengur eða fram á helgina. Annars finnst mér þessi svokallaði þorramatur góður, get reyndar lítið borðað hann núorðið en alltaf gaman að smakka smá. Þegar ég var að alast upp í sveitinni þá var alltaf besti maturinn þegar mamma ákvað að hafa snarl í matinn. Þá fór hún í súrtunnuna og fann til ýmisslegt góðgæti og bestar voru sviðalappirnar, spældi eða sauð egg og fann til eitthvað fleira og síðan var þetta borðað með rúgbrauði sem mamma bakar af hreinni snilld eða flatkökum sem mamma steikir líka. Reyndar er flest allt sem ég hef borðað sem mamma eldar gott enda er hún ótrúlega góður kokkur og vona ég að ég komist einhvern tímann með tærnar þar sem hún hefur hælana í eldhúsinu. Kannski hljómar þetta ekki eins jafnréttissinnað og ég en þar sem ég hef mikla ánægju af því að borða þá er gott að geta gert almennilegan mat svo ánægjan verði enn meiri.
Þangað til næst munið eftir ykkur sjálfum því það er auðvelt að týnast í erli dagsins. Knús.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt fyrir innlitið
Hafið það sem allra best ......
Anna Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 05:34
Fjóla mín, þú ert rosalega "íslensk", þannig að þegar ég kem í kaffi einn daginn, þá verðurðu að steikja lummur
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 31.1.2008 kl. 08:43
Ólafur fannberg, 31.1.2008 kl. 08:43
Áslaug mín. Það er sko ekkert mál að steikja almennilegar lummur fyrir þig, fékk uppskrift hjá mömmu sem virkar mjög vel, á reyndar aðra sem er óæt en ætla ekki að gera hana.
Fjóla Æ., 31.1.2008 kl. 09:34
Ahh Fjóla...hentu til mín ætu útgáfunnu af lummunum...tapaði minni einhvernveginn
Ragnheiður , 31.1.2008 kl. 09:59
Ragnheiður hér kemur lummuuppskriftin hennar mömmu .
3 bollar hveiti, 3 tsk natron, 1 bolli (hafra)grautur, 2 egg, mjólk eftir þörfum og slatti af rúsínum. Steikt uppúr hellings feiti og sykri stráð yfir á fatinu.
Mér finnst lykilatriði að hafa lummurnar dálítið löðrandi, það er kannski ekki það hollasta en þær eru bara miklu betri þannig heldur en þurrar. Finnst þær alls ekki góðar ef ég steiki þær upp úr olíu. Það er kannski saltið í smjörlíkinu eða eitthvað svoleiðis. Finnst þetta líka með pönnsur.
Fjóla Æ., 31.1.2008 kl. 10:11
mmmmmmmmmmmm slef hvað þessar lummur hljóma góðar. Verð að prófa að baka svona
Dísa Dóra, 31.1.2008 kl. 17:15
Takk takk, ég prufa þessar
Ragnheiður , 31.1.2008 kl. 19:30
úff hvað ég er sammála þér með snarlið! þetta er einn af besta mat í heiminum!
Það sem hún amma getur töfrað fram úr allskonar afgöngum, eggjum og rúgbrauðu/flatkökum. Mmmm!
Það er á topp 5 á matseðli Ömmu í sveitinni (samt á eftir steikta steinbítnum, saltkjötinu og soðna fisknum)!
HaHa, ég hljóma eins og sveitalúði!! En sveitamaturinn er alltaf bestur!!
Elska þig Mamma!
Gelgjan! (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:18
Svei mér maður bara roðnar. En er kanski ekki full mikið að setja 3 tsk natron , tel að mætti minnka í1,5-2 .Gleymdist ekki aðal trompið, Lummukjötið?
Mamma (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.