28.1.2008 | 23:23
Bjúgu eða bjúgur?
Gullkorn vikunnar í boði dagbókarinnar minnar er: Þeir sem halda þrumandi ræðu, gæta þess ekki ætíð, hvar eldingunni slær niður.
Annars voru undarlegar samræður á þessu heimili í kvöld. Umræðan var um hvað væri í kvöldmatinn og voru ekki allir á eitt sáttir um hvað væri í matinn. Mér var farið að finnast að ég væri að elda tvenns konar mat í einum potti. Málið var að sumir sögðu mig elda bjúgur á meðan aðrir töluðu um bjúgu. Á endanum var því tvíréttað, bjúgur með kartöflumús og bjúgu með kartöflumús, því enginn var tilbúinn til að viðurkenna að hinn gæti haft rétt fyrir sér.
Ég er enn sannfærð um að best sé að segja upp áskriftinni að stöð2 á mánudögum vegna þess að þar er á dagskrá allt kvöldið þátturinn "Látum fávíst fólk standa fyrir framan myndavél og gerum grín að því". Reyndar var ég svo heppin að þurfa ekki að horfa á þetta því það var verið að sýna frá fótboltaleik og aldrei held ég að ég hafi búist við því að ég myndi segja frá því að ég væri ánægð með að hafa stillt á fótboltaleik í sjónvarpi. Hef líka á tilfinningunni að þeir sem þekkja mig hafi heldur ekki átt von á því. Alltaf gaman að koma á óvart.
Þangað til næst bið ég ykkur að njóta góðra stunda með gleði í hjarta.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég myndi segja bjúgu
Ólafur fannberg, 29.1.2008 kl. 07:55
Ólafur: Ég segi líka bjúgu.
Þóra: Efast ekki um að það sé auðvelt en engu að síður get ég ekki hugsað mér að segja stöð2 upp. Ég er alein heima með Gullrassinn allan daginn, alla daga og ef ég er ekki orðin klikkuð þá verð ég það og tel að stöð2 hjálpi til við að halda í mér vitinu. Og ég hef takmarkað val til að gera eitthvað annað því ég kemst ekki neitt nema með þvílíkri fyrirhöfn. Mér finnst bara ekki rétt að sýna bara american idol allt kvöldið. Get auðvitað horft á eitthvað annað og geri það eða finn mér annað til dundurs.
Fjóla Æ., 29.1.2008 kl. 11:02
Bjúgnakrækir stelur bjúgum eða einu bjúga. En ég borða alls ekki bjúgu! ...ekki bjúgur (það hljómar nú bara asnalega)! - annars veit maður aldrei, hvað öðrum finnst,... og sammála með A.idolið.. einn þáttur er alveg nóg!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.1.2008 kl. 13:35
Bjúgur er vatn sem safnast í líkamann og veldur því að maður þrútnar, vil ekki borða svoleiðis. Bjúgu er það heillin, nú eða "sperlar"
flakkari (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:22
Sæl Fjóla. Þú hefðir geta haft fjórréttað bara þurft að bæta við sperlum með kartöflumús og grjúpán með kartöflumús. Bið að heilsa.
Njáll (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.