Hátíð í bæ

Langt síðan ég bloggaði en það er aðallega vegna þess að ég er í fýlu út í moggabloggið. Það er fátt eins ergilegt og það að skrifa langa og mikla færslu og síðan bara allt í einu er hún farin. Horfin og ekki endurkræf. Ætli moggabloggið geti ekki gert eins og er á heimasíðum barnanna á barnalandi ef svo slysalega vill til að bloggið lokast eða eitthvað þá kemur lína inn sem á stendur "ATH! Þú átt vefdagbókarfærslur sem þú hefur verið að vinna í og ekki verið vistaðar" síðan opnar maður það bara og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Gullrassinn minn er orðinn 3 ára og ég er í skýjunum yfir því. Mér leið líkt og á aðfangadagskvöld að kvöldi afmælisdagsins. Þetta var dásamlegur dagur. Takk fyrir kveðjurnar allir, bæði hér á minni síðu sem og heimasíðunni hans.

Foreldrar mínir komu heim frá landi sólarinnar, brún, sæl og hamingjusöm með frábæra ferð. Bíð eftir símtali frá þeim þar sem mér verður tilkynnt um næstu ferð. Kannski ég ætti að reyna að komast með í hana. Verulega freistandi verð ég að segja sérstaklega þar sem ég sit núna krókloppin vafin inn í teppi en samt skjálfandi, hlustandi á regnið berja á rúðunum í rokinu. 

Gullrassinn er í Rjóðri og verður sóttur í dag. Hlakkar mikið til að knúsa hann. Hann hefur verið frekar mikið i Rjóðri undanfarið og fer síðan aftur um mánaðarmótin og þá um helgi. Á morgun er stefnan tekin á jólahlaðborð í Stapanum með vinnufélögum unnustans og hef ég töluverðar væntingar til matarins þar. Hann hefur hingað til ekki klikkað. Við fórum fyrir nokkrum árum á Lækjarbrekku á jólahlaðborð og var samdóma álit að Stapinn væri málið.  Við fórum 4 í borg óttans í gær og enduðum á því að fara í keilu. Þar komst ég að því hversu afspyrnulélegur keilari ég er og ekki bætti það sjálfsálitið að á næstu brautum voru hópar af mönnum sem eiga sínar kúlur sjálfir og milli þess sem þeir gljáfægðu þær, renndu þeir þeim eftir bónuðu gólfinu og felldu allar keilurnar í einu skoti. Á meðan mátti teljast mikil heppni hjá mér að kúlan héldist á brautinni. Ferlegt aðdráttarafl í þessum rennum til hliðar. En mikið var þetta nú gaman samt.

Jólin eru að koma. Í dag á að kveikja á jólaljósum bæjarins og hefur bærinn sett upp nýjar skreytingar. Þær eru mjög fallegar og ég er spennt að sjá þær upplýstar. Dagskráin hjá mér á næstu dögum er svohljóðandi. Fara út í bílskúr og sækja 1-2-7 kassa sem innihalda jólaljós og skraut. Kaupa kíló pipar í piparkökurnar, er ekki annars kíló pipar í þeim? Baka súkkulaðibitakökur og piparkökur og kannski eitthvað meira, borða þessar kökur. Setja upp ljósaséríur í alla glugga, skreyta húsið með hinu margbreytilega aðventuskrauti, hlusta á jólatónlist, (meira en bara úr símanum mínum), klára að kaupa jólagjafirnar. Síðan er að pakka þeim inn. Mér finnst það ofur skemmtilegt og hef haldið aftur af mér undanfarið, því ég á nokkrar tilbúnar til innpökkunar. Já og ekki má gleyma að skrifa jólakveðjurnar. Já og fullt annað. Dásamlegur tími.

Jæja er farin að fá mér brennheitt kaffi og að leita mér að öðru teppi. Verð að láta mér hlýna, það er hundleiðinlegt að vera með frosið nef og sultardropa. Þangað til næst, elskið hvert annað og umvefjið í ást, kærleika og friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Um miðjan desember ætla ég að aka suðureftir, það eru fáir bæir betur skreyttir fyrir jólin.Láttu þér hlýna !

Ragnheiður , 23.11.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Dísa Dóra

Desember er bara einn yndislegasti tími ársins og hér er jólafiðringurinn svo sannarlega að læðast inn.  Njóttu aðventunnar skvís

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 12:58

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ragga, þú verður sko ekki svikin um ljósadýrð um miðjan desember hér í bæ. Ótrúlega skemmtilegt hvað allir verða yndislega vitlausir í að skreyta allt í kringum sig. Ekki að ég hafi neitt á móti því ÓNEI.

Takk Dísa Dóra ég ætla að njóta eins vel og ég get. Þarf að vinna upp síðustu 3 aðventur. Njótt þú sömuleiðis.

Fjóla Æ., 23.11.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband