Aumingja ég, ég er að drepast úr hor.

Hún Magga Ö bloggvinkona mín er með skemmtilega færslu þar sem hún segir að vísindamenn hafi nú eftir áralanga rannsókn sannað að það sé gott að vera aðeins of þungur. Ég er í losti yfir þessari rannsókn. Ég er greinilega alltof mjó og á því víst ekki samkvæmt rannsókninni mikla framtíð fyrir mér.

Þegar ég fermdist þá var ég óttaleg písl. Mamma snillingur saumaði á mig afar fallegan kjól sem ég skartaði á þessum merka degi. Núna fyrir næstum 23 árum, 4 meðgöngum og slatta af stækkun seinna þá kemst ég enn í fermingarkjólinn minn. Hann passar ekki, mittið stendur dálítið hátt og einnig er hann í það þrengsta en ég kemst í hannLoL. Ég hef reyndar alltaf verið í vandræðum með aukakílóin, það er að segja að fá þau til að tolla á mér en mér var einhvern tímann sagt svolítið sem vakti hjá mér von en það var að við hvert barn sem kona gengi með bættust á konuna 2 kíló og síðan þegar konan yrði 30 þá kæmi 1 kíló á árið. Samkvæmt því ætti ég að vera næstum 70 kílóCrying. Mig vantar enn slatta upp á að ná því eða um 20 kílóumGrin.

Annars fórum við í Reykjaneshöllina í dag á afmælistónleika hjá Spkef. Sparisjóðurinn er 100 ára um þessar mundir og er þetta liður í hátíðarhöldum í tilefni þess. Fínir tónleikar og fullt af fólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Fyrir suma er það bara VANDAMÁL að halda þyngd og falla ekki "í hor", sama hvað ofan í þá fer.  Eins og þú veist hefur það vandamál þó ekki hrjáð mig    Aukakilóin voru til langs tíma ekkert feimin við það setjast að hjá mér.  Ég gæti þó alveg trúað því að í dag kæmist ég í fermingaroutfittið... ef það væri nú til einhvers staðar...

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Halla Rut

Kannski er þér bara eðlislegt að vera "mjó", ef þú ert ekki veik og allt er í lagi þá skaltu hætta að hugsa um þetta. Ég var mjög horuð sem barn og alltaf allir með áhyggjur og athugasemdir. Ég fór svo í gegn um það sama með son minn elsta. Hann hefur alltaf verið mjög horaður, svo horaður að fólk hefur haft orð á því. Hann hefur nánast aldrei orðið veikur og er mjög hraustur. Þetta er bara hans holdafar.

Þú veist sjálf innst inni hvort þér er þetta eðlislegt eða hvort vandamál er á ferðinni. 

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 01:45

3 Smámynd: Ragnheiður

ja ekki kæmist ég í fermingardressið..ég var svona...algjör písl og náði yfirleitt ekki að skröltast yfir 55 kg. Það breyttist einn daginn og núna mætti ég hæglega tapa 20 kg. Ég get þá amk farið yfir til MögguÖ og glatt mig yfir þessari rannsókn sem hún vitnar í.

Það eru annars nokkuð fyndnar rannsóknarniðurstöður hérna www.melrakki.blog.is

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 11:18

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Vá, nú byrja ég að reikna 3 börn x2 það gera 6 kíló plús 3 yfir 30, það eru 9, en hvaðan koma þessi sirka 10 í viðbót? -  Ég verð víst bara að eiga þau  til vara,hm.  En flottust ertu Fjóla mín!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 12.11.2007 kl. 07:32

5 identicon

Hrefna ertu klikkuð? Þú ert að tala um að 16 ára barn eigi að fara að búa og eignast börn. Hún á að fá að klára að mennta sig svo hennar líf verði ekki eins og þitt.

Fjóla Æ., 9.11.2007 kl. 16:11

6

Já ég vil taka það framm að við erum EKKI að fara að búa og ALLS EKKI að fara að eignast börn!

ég ætla að klára framhaldsskólann og helst háskólann líka áður en ég fer að poppa út börnum!!

AMEN

Eva (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Enda ertu líka skynsöm stelpa

Fjóla Æ., 9.11.2007 kl. 20:38

8

tehee<3

Hafrún (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 18:23

9

Hrefna er eithvað að systir mín má nú klára famhaldsólan

bara láta þig VITA

Ásdís Rán (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:19

 

Ég vill nu bara koma því á framfæri her að mer finnst þetta ekki viðeigandi, særa fólk svona vegna þess að þér sjálfri líður greinilega eitthvað illa. Þetta er algjör óþarfi að láta svona og er hreinlega barnalegt. Þetta er augljóslega djók og ég skal sko segja þér það að ég er með meira viti en þú hér vegna þess að ég hef ekki verið svona barnaleg að setja skítaköst inn á síður annarra... það er það barnalegasta sem ég veit um og greinilegt að þú hefur ekki annað mikið að gera og líður þá augljóslega eitthvað illa.. Ef þú hefur eitthvað athugavert að segja er það minnsta að haga sér eins og fullorðin manneskja og tala fólk augliti til auglitis ef það er eitthvad sem þér likar ekki en ekki setja það inn á síður. Og það eitt að setja þetta inn á síðuna hjá börnum sínum kennir börnunum bara ósiði....Svo Fyrir þig að vera að setja inn svona skítaköst á annað fólk sem hefur þó að minnsta kosti húmor og lífið ekki OF alvarlegt, þó það megi nú djóka... en greinilega ekki hjá þér... ég hef lifað góðu og gáfuðu lífi eftir uppeldi hjá móðu minni og ekki er ég ennþá farin að koma með börn... því ég kann mun á djóki og alvarlegheitum... svo eitt það að setja svona skítaköst inn á síðuna hjá barninu sínu vegna comment kallast bara léleg framkoma fyrir framan börnin, þú ert augljóslega að kenna þeim að haga sér illa... Vildi bara segja að það er hægt að ræða svona hluti eins og fullorðið fólk ef eitthvað er sem hrjáir þig, sem er greinilega eitthvað mikið. ástæða fyrir commenti mínu hér er vegna þess að þú særiðir BARN Hrefnu með því að segja : Hún verður að fá að klára að mennta sig svo hennar líf verður ekki eins og þitt!!!

HVAÐA SKÍTAKAST ER ÞETTA, EG SEGI NU BARA HVAD ER ÞETTA. MÓÐIR MIN Á MJÖG GOTT LÍF OG GREINILEGA BETRA LÍF EN ÞITT ÞVÍ HUN EYÐIR EKKI FRÍSTUNDUM SÍNUM Í AÐ NIÐURLÆGJA FÓLK OG SÆRA ÞAÐ Á SÍÐUM BARNANNA SINNA....

ÞÚ ER KLÁRLEGA BARA AÐ NIÐURLÆGJA SJÁLFAN ÞIG MEÐ AÐ LÁTA SVONA BARNALEGA...

KVEÐJA SIF... MEÐ ÁNÆGJU SET EG þETTA HER INN ÞVÍ ÞU ERT KLÁRLEGA FYRST OG FREMST AÐ NIDURLÆGJA MIG MEÐ ÞESSUM ORDUM, MÓÐIR MIN ER ALLT OG FÉKK EG GOTT UPPELDI OG SÉST ÞAÐ HER Á FULLORDINS RÖKUM MINUM HER EN EKKI BARNALEGUM COMMENTUM EINS OG FRA ÞÉR.!!!!!

sif (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:01

6 Smámynd: Mummi Guð

Kæra Sif.

Það er gaman að þú skyldir kíkja á síðuna hennar Fjólu og kemur kannski ekki á óvart að þú skulir svara fyrir hana mömmu þína. Þú segir að Fjóla eigi að hafa þann manndóm í að tala við hana mömmu þína augliti til auglitis, væntanlega eins og hún ætlaði að gera á Ljósanótt, en fyrr um daginn fór Fjóla með fósturdóttir hennar á spítala vegna slys sem hún varð fyrir. Fjóla vildi vita hvernig hún hefði það og hún fékk bara svívirðingar frá henni til baka. Ekki nóg með það heldur drullaði hún mamma þín yfir Fjólu á bloggsíðunni sinni eftir þá helgi. Er það ekki barnalegt?  Mamma þín hefur verið með margskonar leiðindi gagnvart Fjólu í hinum ýmsu bloggum og verið MJÖG dugleg að drulla yfir hana og hvers vegna. Hvað hefur Fjóla gert mömmu þinni?

Þú segir Fjóla hefur sett inn skítkast á síðuna hjá barninu sínu? Henni var bara nóg boðið yfir því að mamma þín hafi verið að hvetja 16 ára gamla barnið sitt að fara að búa og eignast barn eftir mánaðar samband. Er það eðlilegt? Mér finnst það ekki. Annars vil ég ekki blanda stelpunni í þessa umræðu, hún hefur þolað nóg.

Varðandi það að þú segir að kommentið hennar Fjólu sé barnalegt en þitt ekki, lýsir þér vel. Ég gæti haldið áfram að svara þessu kommenti þínu, en ég nenni ekki að eyða frekari orðum í þig.

Mummi Guð, 12.11.2007 kl. 12:38

7 identicon

Ég hef sjaldan séð eins barnalega athugasemd einsog frá þessari Sif. Síðan kallar hún þig barnalega og segist vera sjálf fullorðin. Síðan segir hún að þú sért með skítkast, en hvað er hún með. Ég held að sumt fólk ætti ekki að koma nálægt tölvu og netinu.

ég held að þetta sé heimskasta komment sem ég hef séð.

gunnhildur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:48

8 identicon

vá...þroskist þið öll....

... (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:33

9 identicon

Halldóra Sif viltu gera mér greiða??

viltu hætta að kalla mömmu mína barnalega þú ert sjálf svo barnaleg.

Og þetta djók var ekki findið anna hvort kann mamma þín ekki að búa til djók eða að hún allgjörlega steigt að kunna ekki að búa til allvöru findið djók. þúst að sextán ára krakki fari að búa og eignast börn. Þúst ÞROSKASTU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  

Ásdís Rán (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband