Á ég ekki að fá kassakvittun?

Nú er alltaf verið að reyna að kveikja hjá okkur Íslendingum neytendavitund. Ég reyni hvað ég get að fylgjast með vöruverði þeirra hluta sem ég kaupi. Held meira að segja mjög strangt heimilisbókhald sem gefur mér gott yfirlit yfir hversu mikið matvara hefur hækkað frá áramótum. Það er hellingur.

Vegna þessa heimilisbókhalds míns vil ég fá kassakvittun fyrir því sem ég versla. Í kvöld var ógeðskvöld hjá okkur fölskyldunni og var því pöntuð pizza frá Dominos. Ég greiddi fyrir pizzuna með peningum og þegar ég bað um að fá kassakvittun kom svona ?svipur á stúlkuna sem afgreiddi mig og fékk ég að vita að hjá Dominos væri ekki hægt að fá kassakvittun.

Á ekki viðskiptavinurinn alltaf rétt á að fá kassakvittun og eru þetta ekki slæmir viðskiptahættir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef einmitt hugsað mikið um þetta þegar ég hef verið spurður hvort að ég vilji miðann. Þetta er svipað og ef ég færi bílinn með á verkstæði og væri síðan spurður hvort ég vildi kvittun fyrir viðgerðinni. Ef ég væri spurður að þessu á verkstæði þá myndi ég vita að verkstæðið væri að stinga undan skatti, er það ekki það sem Dominos er að gera? Spyr sá sem ekki veit.

Mummi Guð, 9.11.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Dísa Dóra

Já maður fær á tilfinninguna að ehv skattafúsk sé í gangi ef ekki er hægt að fá kassakvittun

Dísa Dóra, 9.11.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég hef aldrei pælt í þessu með kassakvittunina fyrr en í kvöld því ég er vön að greiða fyrir pizzuna mína með korti og hef því fengið kortanótu sem hefur nægt mér fyrir heimilisbókhaldið en í kvöld þá greiddi ég með peningum og fékk ekkert í hendurnar um viðskiptin. Mér finnst þetta óþægilegt og eftir því sem ég best veit þá er þetta lögbrot.

Fjóla Æ., 9.11.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er í lögum að allar verslanir eigi að hafa sjóðsvél og að viðskiptavinurinn eigi að fá kassakvittun

Huld S. Ringsted, 9.11.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Huld, þetta hélt ég líka. En svipurinn á stelpunni, hann var óborganlegur.

Fjóla Æ., 9.11.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband