Nú er það opinbert að ég er ...

Guðjón á vellinum

 

Nú sit ég hérna og horfi á Sýn2 þar sem verið er að sýna leik Arsenal og Manchester United. Það er kannski ekki í frásögur færandi að það sé fótbolti í sjónvarpinu hér nema það að bullurnar mínar eru ekki heima. Ástæðan fyrir fjarveru bullanna minna er sú að þeir eru einmitt staddir í London á þessum leik. Þvílíkt gaman hjá þeim.

Auglýsingarnar í hálfleik vöktu athygli mína þó sérstaklega ein. Hún er frá Sjóvá. Þar segir frá manni sem kemur heim til sín og allt er í logandi kertum. Rosa rómó. Maðurinn horfir á kertin og gengur síðan að kæliskápnum og opnar hann. Síðan sér hann fallegu konuna sína liggja á rúminu, klædda rauðri tælandi flík. Þá er eins og hann fatti eitthvað og stekkur til og sækir slökkvitæki og slekkur á öllum kertunum.

Ég átta mig ekki á því hvers vegna maðurinn gerir ekki neitt fyrr en hann sér konuna liggja heita og tælandi, tilbúna til að draga hann á tálar.  Hver er boðskapur auglýsingarinnar? Er hann að sumir eru tryggðir án þess að vita fyrir hverju eða að falleg, heit og tælandi kona sé hættuleg? Eða er barra verið að segja okkur frá hjónabandserfiðleikum auglýsingahöfundarins? Ég ekki skilja en þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef nú einmitt velt sömu og svipuðum spurningum fyrir mér.  Finnst þessi auglýsing allavega ekki segja manni ákkúrat það sem verið er að auglýsa og koma tryggingum lítið við.  Vorkenni mest konunni sem er búin að hafa fyrir því að gera allt svona rómó og flott og klæða sig spes upp á til að koma karlinum til og hann bara svona þumbi sem svo sannarlega slekkur alla elda

Dísa Dóra, 3.11.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Nákvæmlega alger þumbi

Fjóla Æ., 3.11.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef aldrei skilið hvaða fáránlega boðskap þessi auglýsing á að sýna en segi eins og Dísa Dóra, vorkenni konunni fyrir að búa með svona þumba!

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Eru bullurnar þínar komnar heim eftir leikinn?  Þetta var hörkuleikur sem þeir komust á!

Rannveig Lena Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Magga- nei þetta þýðir alls ekki að kallarnir sjái um okkur, heldur þvert á móti. Síðan getum við bara séð um okkur sjálfar og þurfum enga kalla til þess. Þó getur verið mjög gott að þeir vinni með manni.

Lena- Nei bullurnar mínar eru enn í útlandinu en eru væntanlegir á morgun. Þeir eru ánægðir með leikinn og já þetta var hörkuleikur. Meira að segja mér fannst ekkert ofurhundleiðinlegt að sjá hann og þá hlítur hann að hafa verið fjörugur.

Fjóla Æ., 4.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband