Sullumbull

Enn og aftur kominn nýr mánuður. Vá hvað tíminn flýgur, það verða komin jól áður en maður veitSmile.

Helgin hjá mérgaman að sulla var fín. Við fjölskyldan -Gelgjan ákváðum að skella okkur á fótboltaleik milli Keflavíkur og ÍA. Það var eiginlega búin að vera eftirvænting eftir þessum leik útaf því sem gerðist fyrr í sumar á öðrum leik milli þessara liða. Það var gaman að sjá 22 kalla sulla í pollum, renna sér eftir grasinu allir í kappi um bolta sem tók oft upp á því að stoppa í einum pollinum og kallarnir hlaupandi fram úr honum renna sér fótskriðu til að geta snúið við eftir óútreiknanlegu tuðrunni. Þetta var bara fyndin sjón.  Við fengum hana Möggu okkar til að koma og passa Gullrassinn á meðan við hin færum og fengjum okkur einhverja óhollustu að borða og fórum síðan á leikinn. Gelgjan var fjarri góðu gamni því hún var í Reykjavíkinni að hitta æskuvinkonu sína sem var í heimsókn í Sollinum. Hún kom þó í kvöldmat en þá var Stóra barnið farið aftur í bæinn, upptekinn maðurinn við að mennta sig og því fylgir víst einhver heimalærdómur. Við hjónaleysin ákváðum að skella okkur aðeins á uppskeruhátíð Keflavíkur og fórum um miðnættið. Þetta er í fyrsta skiptið í amk. hundrað ár sem Mumminn er ekki á allri hátíðinni. En þetta var samt ágætt.

Unglingurinn er alltaf að tala um að hann langi til að fá frí úr skólanum, hann fái svo sjaldan frí. Þannig að ég gaf honum góðfúslegt leyfi til að vera í fríi frá skólanum á mánudaginn vegna starfsdags kennara. Við fórum síðan í gær með Gullrassinn í læknisskoðun og kom hún að venju vel út og næsta skoðun ekki fyrr en eftir mánuð. Stráksi fékk nýjan hnapp og þar sem hann er búinn að læra að það eigi að skæla svolítið þegar þessi skipti fara fram þá ákvað hann að setja upp pínu skeifu og gefa frá sér pínu óánægjuhljóð þegar allt var búið. Bara fyndið. Síðan var tekin blóðprufa og stundum held ég að Gullrassinn minn sé tilfinningalaus í höndunum því honum finnst ekki vont að láta stinga sig og grét að sjálfsögðu ekki. Ótrúlega kaldur kall.

Alltaf jafnmikið að gediskora hjá prinsessunni og var hún meira að segja að vona að hún gæti hStórhættulegtaft aðeins meira að gera fram að jólum en úr því varð ekki. Fótboltaæfingarnar hafa verið í uppnámi þessa vikuna vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið kom og lokaði Reykjanesshöllinni vegna mengunnar og hafa því ekki verið neinar æfingar. Stefnt að útiæfingu í dag. Hún ákvað að mæta á fótboltaæfingu í dag en annars sleppir hún þeim á miðvikudögum vegna langrar fimleikaæfingar. Ef hún færi á báðar þá væri hún á æfingu frá kl. 3 til 6.30 lætur sér nægja 2,5 klst æfingu í fimleikum. Ástæðan fyrir þessari breytingu er diskótek sem er haldið í dag fyrir alla nemendur 5. bekkjar í bænum og það er auðvitað ekki hægt að sleppa því.

 

Hætt í bili og þangað til næst elskið hvert annað. Ekki veitir af í allri rigningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband