Hálf öfundsjúk

stóðið í nátthaganum

Ég verð að viðurkenna það að ég öfunda börnin mín svolítið núna. Málið er að þau eru að fara norður í sveitina í stóðréttir en ekki ég. Stóðréttirnar voru og eru einn stærsti viðburðurinn í sveitinni yfir árið. Mikill fjöldi hrossa smalað saman í rétt og síðan kemur mjög mikill fjöldi manna til að skoða hrossin og upplifa réttarstemminguna. Þegar var farið að kynna þessar réttir fyrir almenningi var pabbi beðinn um að reka öll sín hross til réttar í Skrapatungu en annars var hann vanur að skilja sín úr á Kirkjuskarði. Þetta var gert til þess að halda uppi fjöldanum í réttinni. Hann þurftir reyndar að nota 2 dilka undir sitt stóð og var frekar þröngt á þeim. Hann á enn mikið af hrossum þó þeim hafi fækkað mikið þá er hann enn að nota 2 dilka en það er ekki eins þröngt um þau.

Ég get alveg farið en það er svo mikið meira en að segja það þannig að ég ætla að vera heima og sleppa réttunum í ár. Reyndar er Guðjón farinn, en hann þurfti að fara með frænda sínum á gæs í kvöld. Stelpurnar fara á eftir með pabba sínum. Besta vinkona Ásdísar fer með og eru þær svo yndislega spenntar að ég er orðin spennt með þeim.

Guðjón verður reyndar á smá faraldsfæti í haust og bíður hann spenntur eftir að nóvember renni upp. Þá fer hann til London á fótboltaleik þar sem Arsenal og Manchester United munu mætast á heimavelli Arsenal. Við Mummi gáfum honum þessa ferð í fermingargjöf í vor enda það eina sem hann langaði í. Mumminn ætlar að fara með stráksa og veit ég með vissu að þetta verður þeim frábær ferð.

Ég var að lesa blogg hjá bloggvinkonu minni henni Höllu J. þar sem hún segir frá ungum hreinskilnum dreng. Ég hef heyrt margar góðar sögur um þennan góða dreng og við að lesa sögurnar mundi ég eftir einni. Það var þannig að kálfurinn hans dó og var hann svolítið leiður með það. Síðan kom föfurbróðir hans í heimsókn og biður strákurinn hann um að gera við kálfinn sinn. Frændinn spyr hvað sé að kálfinum og strákur svarar: Hann er bara dauður.  Strákurinn hafði mikið traust á þessum frænda sínum og hans viðgerðarhæfileikum og fannst ekkert athugavert að hann lagaði kálfinn frekar en einhverjar vélar.

Hætt í bili. Þangað til næst elskið hvert annað líka í réttunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi var góður, mundi ekki eftir þessari í morgun.......

Halla J. (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Þú kemur bara í réttirnar næst... 

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Árný Sesselja

Ég skal horfa og hlægja fyrir þig af öllum asnaprikum barna og fullorðinna manna

Árný Sesselja, 15.9.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið væri gaman að fara í réttir. Ég er samt alltaf pínulítið hrædd við hesta eftir atvik í sveitinni þegar ég var 11 ára, alla vega dróst ég með meri, annar fóturinn á mér fastur í reipi, sem var fast við hana, og merin elti folaldið sitt í áttina að klettabrekku við Hvítá í Borgarfirði. Bóndinn fleygði sér yfir mig og tókst að leysa fótinn á meðan við drógumst bæði hratt í áttina að hættunni ... Samt elska ég hesta. 

Gaman að þessum hreinskilnu krökkum. Einhvern tíma hlýddi ég ekki syni mínum og þá sagði hann: „Mamma, þú mátt sko ekki koma í afmælið mitt!“

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Já. ég kemst vonandi bara næst í réttirnar og takk Árný fyrir að hlægja fyrir mig að asnaprikunum sem verða framin þarna í réttunum. Veit af fyrri reynslu að þau verða sennilega ófá.

Gurrý. Mikið rosalega hefur þú verið óhlýðin við hann son þinn. Þetta er eitt það versta sem nokkurn barn getur hótað öðrum. Vona samt að sáttir hafi náðst og þú hafir mátt mæti í afmælið.

Ég hef alltaf haft frekar lítið hjarta í kringum hross þrátt fyrir uppeldið.

Fjóla Æ., 15.9.2007 kl. 14:24

6 Smámynd: Evaa<3

Það var ofurgaman í réttunum, fyrir utan vont veður og mjögsvo annarlegt ástand á Afa og Tryggva :&#39;)

Evaa<3, 20.9.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband