19.8.2007 | 23:06
Menning, menning
Mikið vona ég að allir hafi átt góða helgi og allir hafi komið sem minnst skaðaðir frá henni. Ég held ég hafi sloppið ágætlega vel frá henni. Fór ekki í Reykjavík á Menningarnótt heldur var heima í rólegheitunum. Fór heldur ekki á Danska daga í Stykkishólm eða á Kántrýdaga á Skagaströnd og er vel sátt við það. Bíð þvílíkt spennt eftir Ljósanótt og ætla að njóta hennar í botn.
Heldur vorum við heima og skelltum upp staurunum í girðinguna í gær, bróðir minn kom og aðstoðaði okkur við það. Takk fyrir hjálpina. Þetta þýðir að við getum steypt staurana niður á morgun og þá er bara að klæða palldrusluna. Reyndar fengum við dolluna á pallinn líka í gær, þetta er reyndar engin dolla heldur virkar þetta svipað stórt og sundlaugin í Sundmiðstöðinni, svo stór er dollan. Ok. ég veit ég er að ýkja helling en potturinn er svo miklu stærri en hann var í búðinni, held reyndar að þegar hann verður kominn á sinn stað þá verði hann bara venjulegur heitur pottur fyrir 6-8 manns.
Á föstudaginn varð fjölgun í stórfjölskyldunni þegar bróðurdóttir míns heittelskaða eignaðist son. Guttinn var fullsnemma á ferðinni og er drengurinn því fremur smár eða rétt rúmar 2 merkur. Honum heilsast bara nokkuð vel sem og móður hans. Hann dvelur nú á Vökudeild Barnaspítalans og veit ég af eigin reynslu að þar er allt gert til að barninu líði vel. Starfsfólkið er allt mjög fært og veit hvað það er að gera. Óska ég foreldrunum innilega til hamingju með frumburðinn.
Ég horfði á afmælistónleika Kaupþings og skemmti mér almennt ágætlega þar til Stuðmenn mættu en þeir eru svo sannarlega barn síns tíma og ættu að fara að viðurkenna það fyrir sjálfum sér.
Bubbi kom sá og gerði sig að fífli. Hvernig á maður að geta tekið mark á textunum hans, þar sem hann segir hvað "litli" maðurinn á erfitt uppdráttar, þegar hann er ofurseldur kapítalismanum sjálfur og lifir sjálfur þvert á innihald texta sinna. Síðan ætlar hann sennilega að fara að syngja bakraddir því hann er að fara af stað með "Bubba rock star" þátt. Ohhjj Enn einn ofuramerískureftirhermuraunveruleikaþátturinn. Var ekki nægilegt að gera Idol, X-factor, ástarfleyið og batchelor. Greinilega ekki og enn og aftur OHHHJJJ barasta. Hvað heldur Bubbi eiginlega að hann sé?
Nýja strákabandið hans Einars Bárðar er fullt af sætum strákum sem geta sungið sæmilega en ég er ekki viss um að eftir þennan flutning myndi ég kaupa með þeim plötu. Efast reyndar um það. Vona bara að þeir komi til með að þroskast.
Mikið rosalega er ég eitthvað neikvæð í þessum skrifum mínum. Held að það sé best að fara að hætta núna áður en allrir sem lesa verða komnir í vont skap. Lífið er ósköp indælt og oftast ágætt þótt það sé ekki alltaf eins og við héldum að það yrði. Þá er bara að vinna úr því. Þangað til næst, elskið hvert annað þrátt fyrir allt.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara fínt að pústa stundum aðeins út? Hlakka til að horfa á Ljósanótt frá Skaganum, minnir að ég hafi gert það í fyrra og séð flugelda!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:14
Ég hélt ég væri ekkert að pústa fyrr en ég las aftur yfir það sem ég skrifaði. Vissi ekki að ég væri svona fúl. Aumingja Mumminn minn að þurfa að búa við þetta. Þú ættir nú bara að taka strætó til Keflavíkur á Ljósanótt og njóta flugeldanna með lykt. Ég er ekki svo viss um að stjörnukíkirinn nái henni svo vel. Ég skal passa að þú fáir ekki prik í hausinn.
Fjóla Æ., 19.8.2007 kl. 23:18
Fékk reyndar einu sinni prik í öxlina og ein systir mín hló í marga daga á eftir, rosa húmor ... hmprrrrr hehehehe!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.