11.8.2007 | 20:53
Hvernig veistu hvort þú ert hommi?
Nú standa yfir Hinsegin dagar og mikið húllum hæ út um borg og bý. Mér finnst þetta skemmtileg hátíðahöld og svo öðruvísi en flest önnur hátíðarhöld. Gleðigangan er hápunkturinn að margra mati og fara rosalega margir í þá göngu ýmist til stuðnings málefninu eða vegna einhvers sem þau þekkja sem er hommi eða lesbía. Síðan eru auðvitað fjölmargir sem fara í gönguna sem eru hommar eða lesbíur og einnig gengur fólk bara til þess að vera með því þetta er stór viðburður og stórskemmtilegur. Mér finnst samt afar sárt til þess að vita að árið 2007 eru hommar og lesbíur enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum fyrir sig og síðan segjumst við lifa í upplýstu samfélagi sem hefur litla fordóma. Hvers vegna á þá fólk svona erfitt með að koma út úr skápnum? Það að viðurkenna kynhneigð sína á að vera og er sjálfsagt mál. En... samt virðist það ekki vera svo sjálfsagt. Hvers vegna get ég ekki skilið. Ég þekki samkynhneigt fólk og er þetta fólk allt saman venjulegt fólk með sömu langanir og þrár og gagnkynhneigt fólk. Hvað er þá vandamálið? Er það fáfræði eða eitthvað annað? Ekki mitt að svara.
Bróðir minn er hommi. Hann er einn minn besti vinur og það er frábært að geta talað við hann um stráka, föt og þess háttar. Hann skilur mig. Sennilega betur en nokkur annar. Hann var í Gleðigöngunni í dag og hefði ég gjarnan viljað ganga með honum en var það ekki mögulegt að þessu sinni. Ég veit að heimur samkynhneigða er oft aðeins öðruvísi en fólks sem er gagnkynhneigt og hef þess vegna spurt hann bróður minn ótrúlegra spurninga. Því upplýsing vinnur á fordómum. Ein af þessum ótrúlegu spurningum var hvernig hann vissi að hann væri hommi. Hann horfði á mig og spurði mig til baka hvernig ég vissi að ég væri ekki lesbía. Og ég skildi. Ég elska þennan bróður min og mér er nákvæmlega hver kynhneigð hans er því það er ekki það mikilvægasta í lífinu frekar en húðlitur eða í hvaða trúfélag fólk er skráð í heldur er mikilvægast að vera sáttur við sjálfan sig, orð sín og gjörðir og þá verður allt einfaldara.
En að öðru. Á miðvikudaginn ákváðum við hjónaleysin að skella okkur í sveitina til foreldra minna með Huginn. Við lögðum í hann á fimmtudaginn og komum heim aftur í dag. Við höfum ekki farið norður með Hugin síðan um páska 2005 enda hefur hann ekki verið mikið ferðafær og síðan er mikið fyrirtæki að fara með hann til að vera yfir nótt. Því við verðum að taka allar vélar með okkur og þær eru ekki fáar né smáar. En þar sem við vissum að við yrðum bara 3 á ferð og Gullrassinn búinn að vera súper hress þá ákváðum við að skella okkur. Mamma varð svo glöð að heyra að við væru að koma að ég heyrði hana hoppa af ánægju. Það er ekki leiðinlegt að fá svona viðbrögð. Ferðin gekk vel, Huginn hress allan tímann, foreldrar mínir í skýjunum, börnin mín glöð og ég þurfti ekki að elda . Alltaf gott að vera á hótel mömmu. Takk elsku mamma og pabbi fyrir góðar stundir.
Erum komin heim núna og sitjum hér saman kærustuparið og kúrum alein og alsæl í heiminum (Huginn er sofnaður) það er gott að elska og ætla ég að hafa það lokaorðin í bili.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ gæsahúð við að lesa þetta. Allt það besta frá mér til ykkar allra.
Halla Rut , 12.8.2007 kl. 02:25
frábært að þið skelltuð ykkur hingað norður í sæluna. Verstur skrattinn að ég ætlaði að heimsækja foreldra þína á laugardaginn en hafði svo engann tíma næ ykkur næst þegar þið komið eða þá að ég banka hjá ykkur þegar ég kem og heimsæki minn litla bró í Keflavíkinni
Árný Sesselja, 13.8.2007 kl. 00:25
Árný. Það væri vissulega gaman ef þú bankaðir upp á, við búum í göngufæri frá litla bró og þar til nýlega í sjónfæri. Vertu bara velkomin.
Fjóla Æ., 13.8.2007 kl. 15:01
Ég get vel trúað því að mamma þín hafi hoppað af gleði yfir því að þið kæmust í heimsókn í sveitina :)
Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt núna. Ég man eftir því að hafa hugsað um það hvort bróðir þinn væri hommi fyrir óralöngu síðan, bara þegar að ég var krakki. En aldrei heyrði maður talað um það "opinberlega" að þetta væri svona. Hommi eða ekki... hann er yndislegur eins og hann er.
En ég er sammála þér með fordómana... ótrúlegt að samkynhneigðir skuli enn þurfa að berjast fyrir því sem okkur finnst sjálfsögð mannréttindi.
Bestu kveðjur í Keflavíkina.... Lena Gísla
Lena (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.