Ekki hringt í mig

Er að spáí að henda inn nokkrum línum til að fólk haldi ekki að ég hafi andast úr leti eða einhverju sambærilegu.

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um Fit-málin. Mér finnst þessi sekt algert rán og finnst frekar svekkjandi að fá sekt upp á 750 kr. fyrir að fara óvart kannski 100 kr. yfir á reikningnum og það jafnvel vegna þess að búðirnar hafi ekki hringt allt inn úr posanum í einhverja daga. Varð mikið hissa þegar ég las síðan í Fréttablaðinu í gær viðtal við mann, sem ég auðvitað man ekki hvað heitir og nenni ekki að fara og athuga með, þar sem hann fullyrti að allir bankar hringdu alltaf í viðskiptavini sína þegar og ef þeir færu yfir á reikningum sínum. Ég hef nokkrum sinnum farið yfir og aldrei hefur verið hringt í mig til að láta mig vita af því með ómældum kostnaði. Þess vegna fékk ég mér smá yfirdrátt til að dekka þessi smávægilegu óvart yfirfærslur mínar. En viti menn, ég fór allt í einu að fá Fit-póst. Afhverju í ósköpum hugsaði ég, ég er með yfirdrátt og hann er sko alls ekki allur notaður. Tékkaði á þessu og þá hafði bankinn tekið yfirdráttinn út og ég vissi ekki af því en lítið mál að laga það og Fit-kostnaður er aftur úr sögunni. En mikið er ég sammála því að þessi gjöld eru tímaskekkja og tímabært að fella þau burt eins og verðtrygginguna.

Það er búið að rigna og rigna og þess vegna hefur lítið verið gert í pallinum mínum. Veit þvílík leti. Ég lofa að eftir helgina verður farið á fullt í að skella girðingarstaurunum í steypu og klæðningu á potthlutann á pallinum svo hægt verði að henda dollunni þar og síðan að skella restinni af klæðningunni á. Og allt tilbúið á Ljósanótt LoL.

Við hjónaleysin erum komin með konu til að passa Gullrassinn okkar og höfum nýtt okkur passið til að fara saman í búð og á rúntinn og svoleiðis. Þetta er alveg ótrúlega frábært. Konan heitir Magga og er hún ótrúlega tilbúin til að læra á Hugin og allt sem honum fylgir og það er ekki lítið verk. Ég dáist að því hversu órög hún er og ef hún er stressuð þá segir hún það bara og er það mjög gott. Eftir smá tíma þá veit ég að hún hættir að vera stressuð og gerir allt sem þarf að gera eins og hún hafi aldrei gert annað og hlær að stressi fortíðar. Núna þurfum við eiginlega að finna aðra frábæra konu til að passa á móti Möggu því það er alltaf betra að hafa tvær. Önnur getur alltaf forfallast á hinn ýmsa máta og ekki getað passað þegar við þurfum pass. Einhver sem bíður sig fram?

Í gærkvöldi skelltum við hjónaleysin okkur í bíó og sáum bíómyndina um Simpson's. Ágætis afþreying og allt það. En myndi kannski ekki vinna óskar en samt er það jafnvel líklegt. Síðan skruppum við saman í vinnuna hans Mumma í dag og ég fékk að sjá allt nammið, áfengið og snyrtivörurnar. Vá maður ekkert smá magn. Fengum nammi sem hafði lent í slysi og ég var næstum dáin því einhver sá svoleiðis eftir því ofan í mig og fór hreinlega að gráta því ég hóstaði svo mikið og var illt lengi á eftir.

Er að fara til læknis á morgun útaf þessum blessaða púls í mér. Það verður að finna einhverja lausn á þessum hraða. Hjartað í mér er örugglega að verða of stórt eða eitthvað. Verð að viðurkenna að ég er hálf smeik við þessi læti í hjartanu í mér. Það er gígantísk hjartasaga í báðum ættum hjá mér og afhverju ætti ég að sleppa við einhvern af þeim hjartasjúkdómum sem herja á fjölskylduna mína. Ég drekk reyndar rauðvín í miklum móð vegna þess að það er svo gott fyrir hjartað, ekki vegna þess að það er svoooo gott með góðri steik, ostum eða bara eitt sér. Ég er í skítsæmilegu formi, hef oft verið í verra formi og er formið að fara batnandi. Sé fram á að ég fari að fá einhvers skonar sixpack fljótlega, veit reyndar ekki alveg hvernig hann muni koma til með að líta út því kviðvöðvarnir voru auðvitað skornir alveg í sundur, þegar ég gaf part af lifrinni í mér, og ekki saumaðir gallalaust saman aftur þannig að ég er með smá poka eða eitthvað þessháttar á miðjum maganum en það er ekki mikið mál miðað við að ég bjargaði mannslífi.

Jæjka ætla að hætta þessu bulli í bili og fara að skrúfa sundur rúm en þangað til næst elskið hvert annað því það er mannbætandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

ég held að við yrðum enn flottari saman þegar þú ert komin með six-packinn. Þú með six-pack og ég með bjórkútinn!

Mummi Guð, 8.8.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Halla Rut

Takk innilega fyrir fallegt comment á minni síðu.

Skipin frá mér til þín...Viltu fara til læknis og láta athuga þetta. Gæti verið ekkert en Huginn þarf á þér að halda, mundu það.

Halla Rut , 9.8.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Jebb  fer til læknis á morgun kl. 9  Veit vel að Huginn og restin af fjölskyldunni þarf á mér að halda. Ætla mér að þrauka enda of margt sem ég þarf að gera.

Fjóla Æ., 9.8.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hæ Fjóla mín! Frááááábææært að þið séuð komin með konu.. enda komin tími til að losna örfáar stundir út úr húsi (mannréttindi). Endilega láttu nú tékka á þér,bara til að vera viss, en það gæti allt eins verið að þetta sé hluti af uppsöfnuðu stressi og þreytu síðustu tja næstum 3 ár.  .. Og svo er rigning engin afsökun, kauptu þér bara pollagalla   Stórt knús og kveðja Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.8.2007 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband