Dagurinn í dag

Ég fór í gær í heimsókn á leikskólann "minn" til að skoða loksins allar breytingarnar sem hafa verið gerðar á honum og auðvitað líka til að hitta gellurnar sem vinna þarna. Margar "gamlar" vinkonur hættar og enn aðrar að fara að hætta. En hitti samt margar vinkonur þarna. Mér fannst mjög skemmtilegt að komast loksins í heimsókn en ég hef ekki getað farið vegna Hugins því eins og hefur verið þá er leikskóli frekar hættulegur staður fyrir litla gullrassinn minn. Reyndar var eitt sem skyggði á ánægjuna en það var er ég hitti eina konu sem sagði svolítið sláandi og illa ígrundað við mig. Mér varð eiginlega svo um að ég gat ekki svarað henni og ég hef heldur ekki getað rætt þessi orð við neinn. En mér líður illa yfir þessum orðum og þykir leitt að hafa ekki getað svarað konunni því það hefði kannski vakið hana til smá umhugsunar um hversu særandi þessi orð voru. Ég hef alltof oft sagt eitthvað sjálf sem er illa ígrundað og alls ekki fallegt fyrir áheyrandann án þess að meina í raun neitt með því en sagt samt án þess að hugsa. Mér þykir það mjög leitt og biðst afsökunar á því að hafa sært einhvern. Vegna lífsreynslu minnar undanfarin ár hef ég lært að dagurinn í dag er mikilvægasti dagur lífs míns og ætla ég því að reyna að hætta að hugsa um sársauka gærdagsins og líta björtum augum til dagsins í dag því hann er hreint ágætur.

Í dag er rigning, í gær var líka rigning. Bráðum fer fólk að kvarta undan rigninunni og tala um að það sé komið nóg af henni og sumarið sé búið. Mér finnst fyndið hvernig þetta er, sól í margar vikur og allir farnir að tala um hversu nauðsynlega þyrfti að rigna og nú rignir og þá er það ekki nógu gott. Ég er ekkert skárri í þessum kveinstöfum. Mín vegna mætti koma sól á morgun og vera næstu vikur með hlýindum svona fram að jólum.

Núna er baðið hans Hugins tilbúið og við ætlum því að fara og njóta þess að vera í baði, eða sko Huginn í baði og ég að baða hann, svo ég minni ykkur á að lokum eftir að elska hvert annað, líka í rigningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fólk getur verið ótrúlega tillitslaust, grimmt og kvikindislegt ... og þykist jafnvel meina vel. Án þess að vita um hvað þetta snerist þá HELD ÉG MEÐ ÞÉR!!! Einn laugardaginn fyrir nokkrum vikum las ég bloggið hans Hugins frá upphafi til enda, skældi með ykkur, hló, fylltist von og ég veit ekki hvað. Man ekki hvort ég kommentaði hjá ykkur en ég ætlaði alla vega að gera það. Og hérna ertu, vona að þú þiggir boð um að verða bloggvinkona mín. Knús frá Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir að halda með mér. Takk fyrir að lesa söguna hans Hugins, hún er ekki alltaf auðveld lesning. Man heldur ekki eftir hvort þú kommentaðir eða ekki en ætla að þiggja boðið um að vera bloggvinkona.

Fjóla Æ., 25.7.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Halla Rut

Reyndu eins og þú getur að láta þessi orð ekki á þig fá hvað sem hún sagði. Sumt fólk lifir bara í eigin heimi og þekkir ekkert nema það litla sem snýst í kringum það sjálft. Skrítið hvað margir hvetja mann og hughreysta varðandi veikindi/fötlun bara okkar (geri ráð fyrir að það hafi verið málið) en það eru samt alltof oft vondu "commentin" sem hafa mest áhrif. Maður er bara svo viðkvæmur fyrir þeim. Annað sem ég er farin að taka eftir að þetta eru nánast alltaf konur. Ég hef verið að safna sögum um slæma reynslu foreldra fatlaðra barna og þegar fordómar og tillitleysi er annarsvegar eru það nánast alltaf konum sem eru gerendur. Af hverju ætli það sé.

Ekki láta þessa konu skyggja á stundir þínar með Huginn. Svona sjálfselskt og heims fólk er ekki þess virði. Bíttu þversum í puttann á þér og hertu þig upp.  Þú ert frábær móðir og það er eðlilegt að þú verðir stundum þreytt og nennir ekki neinu (sjá nýjasta blogg þitt). Ekki fá samviskubit yfir því. Ég fæ nóg af því fyrir okkur báðar.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband