Allt og ekkert

Núna erum við Huginn alein heima. Ásdís farin á vit ævintýranna í Eyjum og ætti að vera komin um borð í Herjólf núna og vona ég að hún verði ekki sjóveik. Strákarnir eru í sínum vinnum í Rvk. og Sveitinni, Hafrún farin á starfsmannafund og Mumminn á fótboltaleik. Huginn er orðinn töluvert sybbinn en ég ætla samt að láta hann vaka aðeins lengur svo hann vakni ekki fyrir sjö í fyrramálið. Því þótt máltækið segji að morgunstund gefi gull í mund þá finnst mér óþarfi að fara á fætur áður en smáfuglarnir vakna.

Annars er nú lítið að frétta héðan af Teignum nema að það var hringt í dag frá Rjóðrinu og Hugin boðið að koma þangað á mánudaginn og vera fram á föstudag. Vegna þess hversu illa hefur gengið með hann þar þá munu sjúkraliðar frá Skurðdeildinni fylgja honum í Rjóður og kenna starfsfólkinu þar á hann. Mikið vona ég að þetta virki í þetta sinn og Huginn þurfi ekki einu sinni enn að verða sendur upp á Bráðamóttöku mikið veikur.

Þangað til næst elskið hvort annað og segið frá því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband