Gefðu líffæri - gefðu líf

Í Blaðinu í dag er rætt við Runólf Pálsson yfirlækni nýrnalækninga á Landspítalnum. Þar segir hann að ættingjar geti hundsað vilja látinna til líffæragjafar þrátt fyrir að hinn látni hafi gengið með líffæragafakort. Þessi kort hafa ekkert lagalegt gildi. Einnig segir í niðurstöðu rannsóknar um líffæragjafi á Íslandi 1992-2002 að í 39% tilvika hafni aðstandendur beiðni um líffæragjöf úr nýlátnum ættingja. Það er þó mat Runólfs að nú hafni færri slíkri beiðni. Árið 2006 voru líffæragjafir úr látnum 6 en þar áður  2-3 ári. Runólfur segir að Íslendingar anni enn eftirspurn líffæra því að Íslendingar virðast hafa lægri tíðni sjúkdóma sem leiða til líffærabilunar sem krefjast ígræðslu en annars staðar í Evrópu.

Líffæragjöf er mér hjartans mál og hef ég reynt að ræða nauðsyn hennar við hvert tækifæri sem mér gefst. Þessi umræða hefur verið dálítið mikið tabú. Kannski vegna þess hversu nálægt þetta er fólki en samt eitthvað svo fjarlægt. Fólk heldur í sumum tilfellum að að ef það gangi með líffæragjafakort í veskinu sé það um leið að hafna lífbjörg sér til handa ef til þess kæmi. Einnig að fólk sé rist upp, líffærin tekin og hinn látni liggi bara galopinn og galtómur á skurðborðinu. Aðstandendur fá þá látinn ástvin sinn eins og tóma blöðru.  En staðreyndin er önnur. Læknar hugsa fyrst og fremst um að bjarga fólki hvort sem það hefur gjafakort eða ekki og beiðni er aldrei borin fram nema útséð sé um lifbjörg sjúklingsins. Einnig veit ég að þegar um líffæragjöf er að ræða þá fjarlægja læknarnir líffærin úr gjafanum með mikilli virðingu og þakklæti ásamt því að skila hinum látna í sem bestu ástandi sem völ er á. Það er mikil virðing borin til líffæragjafa því viðkomandi getur bjargað lífi margra og er jafnvel eina von líffæraþeganna.

Það er einnig hægt að gefa líffæri án þess að láta lífið. Nýrnagjafir eru algengastar en einnig er hægt að gefa lifur og merg. Ég er sjálf líffæragjafi. Ég gaf syni mínum annað líf í maí 2005 þegar hann fékk bút af lifrinni minni. Aðgerðirnar voru gerðar erlendis og meðferðin sem ég fékk á spítalanum þar var ótrúleg. Starfsfólkið fór með mig líkt og prinsessu og greindi ég mun á framkomu áður og eftir að fólk vissi um líffæragjöfina. Ég fékk sent viðurkenningar og þakkarskjal frá spítalanum fyrir þessa stórkostlegu gjöf sem lífgjöfin er.

Ég vil minna fólk á nauðsyn þess að taka upplýsta ákvörðun um líffæragjöf að sér látnum og láta sem flesta aðstandendur vita af þeirri ákvörðun hvernig svo sem hún er. Fólk þarf líka að hugsa út í hvað það myndi gera ef þeim bærist sú ósk að gefa líffæri úr börnum sínum. Börn geta oftast ekki fengið líffæri frá fullorðnum vegna stærðarmuns og því verða þau að fá líffæri frá öðrum börnum. Mér hefur fundist á fólki að það geti ekki hugsað sér að gefa líffæri úr látnu barni sínu og skil það vel en spyr þá til baka "hvað ef barnið þitt þyrfti á líffæri að halda, myndirðu þyggja það"? Við þurfum að skoða málið frá fleiri en einni hlið.

Því segi ég: Taktu þessa ákvörðun í dag og láttu aðra vita um vilja þinn því ef eitthvað gerist þá er í raun ósanngjarnt að ætlast til að ættingjar þínir geti tekið ákvörðun á ögurstundu. Einnig ef þú ert ættingi í þessum sporum mundu þá að virða vilja hins deyjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband