Ég er í lífshættu

Hvers vegna í ósköpunum eru ekki þessir ökuníðingar ekki látnir taka ökuprófið aftur? Einnig ætti að skylda þá að taka vaktir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og síðan á Grensás.

Ég er ekki búin að gleyma því þegar ungi maðurinn tók öfugu megin fram úr mér á flótta undan löggunni í vetur. Hún hafði mælt hann á 199 km og ég er viss um að hann var á meiri hraða þegar hann tók fram úr mér.  Hann var handtekinn á rúntinum í Vogunum viss um að vera sloppinn eftir ábendingu frá vegfarendum og þar á meðal mér. Þetta var víst í 10 skiptið sem hann var tekinn vegna hraðaskturs á stuttum tíma. Hann þyrfti að kíkja inn á Grensás það myndi hugsanlega hægja á honum. Þegar ég hugsa til baka þá átta ég mig á því hversu nálægt því ég var að tína lífinu vegna þess að þetta á sér stað á miklum umferðartíma og brautin að þrengjast vegna aðkomu að Vogunum ásamt þungrar umferðar í báðar áttir.


mbl.is Tekinn á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvar á maður annarstaðar að fá útrás á hjólinu sínu eða bílnum ?? og ekki seija að maður eigi að sleppa því! því að flest allir þessir sem að eru að keyra hratt hafa mikin áhuga á þessum tækjum og detta ekki í hug að hætta að gefa í!, það er ekki eins og það séu brautir útum allt, og nei það er ekki gaman að fara alltaf á kvartmílubrautina, það vantar bara stóra braut með mikið af beyjum þá getur maður farið og skemmt sér og nýtt alla eiginleika bílsins án þess að stofna öðrum í hættu..

Ökuníðingur 1 (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 01:56

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Vinnuru við hraðamælingar ?

hefru mikla reynslu á keyrslu um og yfir 200 km/h

nei ég er bara að pæla hvernig þú getur verið viss um að hann hafi verið á meiri hraða en 199

tjahh það er nátt´ruulega möguleiki að þú hafir sjálf verið á þeim hraða og hann tekið fram úr þér, möguleiki, en ég vona samt ekki 

Árni Sigurður Pétursson, 27.5.2007 kl. 03:13

3 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst ótrúlegt að fólk sé að verja svona manndrápshraða og að segja að maður verður einhversstaðar að fá útrás á hjólinu og bílunum og það er ekki hægt nema á vegunum er fáránlegt. Þetta er svipað og að segja að það sé í lagi að nauðga ef þú sért graður! Jú þú vilt keyra hratt og þá áttu rétt á því og þá skiptir ekki máli þó þú fórnir saklausu fólki!

Göturnar eru til þess að fólk geti komist á milli staða á einfaldan hátt, göturnar eru ekki til þess að vitleysingar geti leikið sér á dýra leikfanginu og lagt aðra í stórhættu.

Ég skal koma með sögu þar sem ég þekki til. Þetta gerðist í fyrra og það var strákur á táningsaldri á rúntinum með nokkrum stelpum á nýja 300 hestafla tækinu sínu. Hann var svo "kúl" að hann ákvað að sýna stelpunum hvað bíllinn hans væri flottur og hann flottur bílstjóri hann svínkeyrir bílinn á Reykjanesbrautinni og þar er lögreglan sem mælir hann og byrjar að elta, hann reynir að stinga lögregluna af, en gefst fljótlega upp og stoppar. Hann var ekki mikill töffari í augum stelpnanna þegar hann labbaði pissublautur yfir í löggubílinn!! Ég held að það sé þannig með þessa ökufanta, þeir eru svakalegir töffarar og þykjast vera mestu menn í heimi á meðan þeir eru í flotta bílnum sínum, en þegar þeir eru komnir út út honum þá eru þeir bara aumingjar.

Mummi Guð, 27.5.2007 kl. 09:33

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég starfa ekki við hraðamælingar en ég var á 100 km hraða þegar gaurinn tók fram úr mér. Hann kom allt í einu og var horfin um leið. Það segir mér að hann hafi verið á miklum hraða. Ég auðvitað hef ekki hugmynd um á hvaða hraða hann var en löggan tók fram úr mér dálítið seinna og hún var heldur ekki á löglegum hraða, það segir mér að hann hafi verið asð fara mikið hratt.

Mér kemur ekki við þó að það séu ekki komnar einhverjar sérstakar brautir til að aka hratt á. Vegir landsins eru fyrir alla og þar eru hraðatakmarkanir og ástæða fyrir þeim. Þó svo að það séu ekki komnar brautir þá MÁ EKKI aka á of miklum hraða á götum landsins því þær eru ekki gerðir til hraðaskturs. Ef þig langar svona mikið til að keyra hratt þá er upplagt fyrir þig að fara erlendis og vera þar. Ég og aðrir ættum þá síður að vera í lífshættu vegna bjána eins og þú virðist vera. "Ef það eru ekki brautir þá verður að nota vegina"blablabla. Viltu ekki bara rölta niður Laugaveginn á menningarnótt skjótandi úr byssu upp í loftið? Kúlan kemur niður og heppni ef hún lendir ekki í einhverjum. Þetta er sambærilegt og að aka á allt of miklum hraða á vegum landsins á háannatíma, þú ert heppinn ef þú lendir ekki á einhverjum.

Fjóla Æ., 27.5.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband