26.5.2007 | 17:52
Skófla eða grafa
Það var yndislegt að leggjast til svefns í gær. Í mínu rúmi, með ástina mína við hlið mér, kattakvikindin ofan á sænginni og Huginn steinsofandi í sínu rúmi. Allt eins og það á að vera, ég svaf líka eins og engill. Er búin að vera í duglega skapinu í dag. Búin að olíubera garðhúsgögnin, blómapott og gróðursetja stjúpur í hann. Byrjuð á að grafa upp garðinn svo það sé hægt að gera nýja fína stóra sólpallinn við húsið mitt. Vona bara að ég verði líka í duglegu buxunum næstu daga svo það verði hægt að klára þetta. Þessi uppgröftur er aðeins meira mál en ég svo sem reiknaði með. Hefði kannski átt að fá mér gröfu. En ég er nú svo sem ekki búin og þar með ekki útrætt enn hvort niðurstaðan verði skófla eða grafa. Það er allavega ljóst að það verður að fá gám eftir helgina til að taka við jarðveginum sem þarf að flytjast á brott hann er of mikill fyrir venjulega bíla.
Halldóra systir hringdi og bauð okkur í grillveislu í kvöld en þar sem það er töluvert mikið meira en að segja það að fara út úr húsi með hann Huginn Heiðar þá komumst við auðvitað ekki. Þegar við förum út með Huginn þá þurfum við að taka súrefniskúta,súrefnissíur, cpap-vél, sogvél, fæðudælu og monitor ásamt öllu hinu sem litlum börnum er nauðsynlegt að hafa með sér. Einnig þurfum við að hafa það í huga að við verðum að vera nálægt sjúkrabíl og lækni því það er aldrei að vita hvað getur gerst og ef eitthvað gerist þá gerist það hratt. Við förum bara seinna þegar það verður orðið auðveldara að ferðast með Hugin, hvenær sem það verður.
Stundum finnst mér lífið svo ósanngjarnt. Það eru alltof margir einstaklingar á besta aldri, börn og fullorðnir að berjast við hræðilega sjúkdóma sem síðan taka þá frá ástvinum sínum í blóma lífsins. Á meðan er fullt af fólki sem er orðið aldrað og hreinlega þráir það eitt að fá að deyja en fær það ekki. Var að lesa minningargrein í mogganum um tæplega 9 ára stúlku sem lést úr krabbameini og veit um nokkrar ungar konur sem eru að berjast fyrir því að fá að lifa daginn af. Síðan er fólk eins og til dæmis amma mín sem langar eiginlega ekkert til að lifa lengur, hún er samt mjög hress, býr á 2 hæð í sinni íbúð með afa mínum sem er líka hress en bæði komin nær níræðu og sjá alveg um sig sjálf. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt að leggja þessa hluti á fólk.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það verði skófla!!!
Mummi Guð, 26.5.2007 kl. 18:26
Ok. Lýður minn þá er það bara skóflan.
Fjóla Æ., 26.5.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.