Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ég var að blogga.

Ég hef verið að pæla í þessu bloggi mínu og komst að þeirri niðurstöðu að ég blogga þegar mig langar. Og núna langar mig.

Undanfarið hefur töluvert gengið á hjá mér. Mér datt það í hug fyrir jól að skella mér í háskólann aftur og sótti um. Auðvitað komst ég inn og þá ætlaði ég bara að taka þetta létt en endaði auðvitað á því að vera skráð í fullt nám. Veit ekki alveg hvað ég var að hugsa en það er önnur saga. Þannig að staða mín er sú að ég vinn fullan vinnudag á leikskóla og er í fullu námi við Háskóla Íslands ásamt því að vera móðir, unnusta og húsmóðir og einnig öll hin hlutverkin sem ég þarf að skella mér í svona endrum og eins. Ég trúi því sem sagt að í mínum sólarhring séu fleiri klukkutímar en hjá ykkur hinum.

Núna fer að líða að því að við förum í draumaferðina hennar Ásdísar og það er mikill spenningur hjá okkur þó meiri hjá sumum. Það er búið að sörva netið til að skoða hvað sé skemmtilegast og hvað sé sniðugast að gera þarna úti í Orlando og búið að leggja a.m.k. nokkrar línur að því hvað við munum taka okkur fyrir hendur þarna. En það sem máli skiptir er að við verðum þarna saman og skemmtum okkur konunglega og komum heim brún, sæl og sæt.

Við hjónaleysin erum af vana dálítið fyrirhyggjusöm og núna erum við að spá og spekúlera í hvernig við eigum að eyða sumrinu og sumarfríinu okkar. Við erum harðákveðin í að nota tuskuhúsið okkar sem mest og best en samt vitum við ekki alveg hvað við ætlum að gera. Það eru komnar nokkrar hugmyndir og allar góðar en samt er eitthvað sem við erum að vandræðast með. Kannski erum við hrædd við að taka ákvarðanir svona langt fram í tímann en það hefur undanfarin ár ekki verið möguleiki. Því miður hefur það breyst og er ekkert við því að gera, bara reyna að lifa með því. Annars finnst mér ég sakna Gullrassins míns meira og meira. Kannski er ískaldur raunveruleikinn að renna upp fyrir mér. Ég veit það ekki. En alla vega sakna ég hans endalaust mikið og meira í dag en í gær. Þetta er kannski stig í sorginni. Við höfum reynt að halda Lúllinu hans sem bestu og flottustu en það er hægara sagt en gert. Starfsmenn kirkjugarðsins eru ekkert alltof viljugir til að vinna vinnuna sína og þó, því stundum eru þeir of duglegir sem þýðir stórkostleg mistök og hrylling þegar kemur mikil rigning til dæmis. A.m.k. væri í lagi að það væri hugsað smá, stundum. Ég verð stundum reið þegar ég fer að Lúllinu. Ætla samt ekki að vera það hér.

Hætt, þar til næst og bið ykkur um að fara með friði.


Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband