31.12.2008 | 22:26
Árið er liðið
Nú þegar árið er að líða er vani að líta aðeins yfir það. Árið 2008 í mínu lífi hefur verið mér erfitt, sorglegt, ár missis og tómleika. Einnig ár gleðinnar, þakklætis og bjartsýnis. Hér er stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í mínu lífi á árinu.
Mumminn minn varð stór (40) og héldum við smá partý í tilefni þess í upphafi árs. Auðvitað urðu fleiri fjölskyldumeðlimir aðeins stærri eða amk. eldri á árinu. Ásdís varð 11 ára í febrúar, Hafrún og Guðjón í mars og Natan í júní. Huginn hefði orðið 4 ára í nóvember og vorum við með smá kaffi í í tilefni þess. Afmælisári fjölskyldunnar lauk síðan með mínu eigin afmæli núna í desember. Nú er verið að skipuleggja á fullu 1. afmæli næsta árs sem er bara núna um helgina. Það mætti halda að það væru alltaf afmæli í þessari fjölskyldu enda töluvert mannmörg.
Í mars voru páskarnir og ég var full gleði yfir því að 2 af börnunum mínum héldu upp á afmælin sín þann 22. og 23. En fljótt skipast veður í lofti og stutt á milli hláturs og gráts því Elsku litli Gullrassinn minn kvaddi okkur þann 24. aðfaranótt annars í páskum einungis 3 ára og 4 mánaða. Þessi litli drengur breytti lífi mínu á flestan hátt og kenndi mér aðra lífsskoðun og gildismat.
Við tók tími tómlætis og tími þess að lifa af. Við hjónaleysin skruppum til London í afmælisferð unnustans og var það ágæt ferð eins langt og hún náði. Það var þó tímasetningin sem skemmdi, ekki neitt annað, svona þannig séð. Áður en við fórum út leið okkur stundum eins og við værum aftur orðin 5 ára og eru mæður okkar ástæða þess. Þær börðust fyrir því að við skyldum fara til Lundúna og ekkert múður. Í dag er þessi hegðun okkar ástkæru mæðra kveikja bros og væntumþykju í hugum okkar.
Við ákváðum í upphafi sumars að fjárfesta í Skuldahala svo við gætum lagst út með mannsæmandi hætti án þess að eiga á hættu kvef og eitthvað verra. Ferðuðust við samt ekki eins mikið og við hefðum viljað með Skuldahalann en orsökin er einna helst súað við höfðum skipulagt sumarfríið í febrúar og þá voru allt aðrar aðstæður.
Í haust ákvað ég að ég myndi hætta mér út á almennan vinnumarkað og eftir miklar pælingar tók ég þá ákvörðun um að fleygja mér beint út í djúpu laugina. Í byrjun september hóf ég aftur störf á leikskólanum. Ég vissi að ég hafði kunnað þetta starf mjög vel og ég vissi að ég væri mjög fær í mínu starfi. Það kom í ljós að ég hef litlu gleymt og í raun bætt ansi miklu í reynslubankann sem kemur til með að nýtast mér vel í þessu starfi.
Núna er árið alveg að renna í aldanna skaut og ég er svolítið leið. Því þrátt fyrir hræðilega erfitt ár þá er smá tregi að kveðja árið en ég ætla að trúa á stjörnuspána sem Mogginn birti í morgun fyrir næsta ár en þar segir einhvernvegin á þessa leið: Útlit er fyrir að árið verði þér auðveldara en síðastliðið ár.
Að lokum langar mig til þess að óska öllum gleði og farsældar á komandi ári og þakka kærlega allan þann stuðning sem mér og minni fjölskyldu hefur verið veittur á þessu erfiða ári, hann hefur verið okkur mikils virði. Er farin að horfa á Áramótaskaupið og ég vona að það veri okkur öllum tilefni hláturs sem og komandi ár.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár.
Njáll og co (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:31
Gleðilegt ár kæra vinkona og bestu kveðjur til ykkar allra
Anna Gísladóttir, 1.1.2009 kl. 05:33
Gleðilegt ár kæra bloggvinkona og verði það þér og þínum til gæfu
Dísa Dóra, 1.1.2009 kl. 06:16
Gleðilegt ár Fjólan mín
Ragnheiður , 1.1.2009 kl. 10:59
Gleðilegt ár elsku mamma mín ! ég vil benda á það að ég varð 17 ára í mars en ekki 11 eins og hægt er að ruglast á í færslunni :):*
Evaa<3, 3.1.2009 kl. 21:12
Gleðilegt ár, elsku Fjóla mín. Vona að nýja árið verði alveg frábært hjá þér og fjölskyldu þinni.
Knús frá Skaganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:53
Gleðilegt ár kæra skáfrænka. Vona að nýja árið færi þér og þínum gæfu og gleði.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 6.1.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.