Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...

Ég vil byrja á að þakka fyrir allar þær kveðjur sem mér hafa borist í tilefni afmælis míns. Einnig allar jólakveðjurnár og sendi til baka mínar bestu jólaóskir um leið og ég óska öllum mikillar farsældar á komandi ári. Megi nýja árið færa ykkur mikla gleði og hamingju. Ég trúi því að ég verði ekki undanskilin. Þrátt fyrir að ég hafi fengið að upplifa þá mestu sorg sem nokkur einstaklingur getur upplifað á árinu sem er nú að líða í aldanna skaut þá er ég nokkuð bjartsýn á að framtíðin beri ekki slíka hörmung með sér fyrir mig. Heldur beri hún með sér gleði og hamingju. Ég er reyndar heppin manneskja. Hef átt gott líf og er það þakkarvert. Gullrassinn minn, kenndi mér marga hluti og breytti lífi mínu til hins betra að ég tel og er eitt af því besta sem fyrir mig hefur komið á minni lífsleið. Ég tel mig bæði betri og meiri manneskju eftir okkar samferð. Ég er í dag í góðu sambandi með mínum yndislega unnusta sem í raun er alls ekki svo sjálfsagt eftir allt sem við höfum þurft að takast á við og fyrir það er ég afar þakklát og tel mig heppna. Hin börnin mín sem ég er svo heppin að fá að hafa hér hjá mér í lífinu gengur vel og virðist framtíðin brosa við þeim öllum. Og er hægt að fara fram á meira? Ég  held ekki.

En að allt öðru. Mumminn minn er núna að farast úr ljósmyndadellu og dundar sér nú við flest tækifæri að taka myndir af öllu mögulegu og leika sér síðan með þær. Ekki verri della en hver önnur. Ég ætla að reyna að smitast aðeins af henni. Við fórum í dag smá rúnt út á Reykjanesið. Það er alltaf jafn fallegt alveg sama hvaða árstími er. Hann tók einhvern helling af myndum og þegar ég skoðaði þær sá ég að ég hafði verið fyrirsæta á ótrúlega mörgumán þess ég vissi. Gaman að því.

Annars var ég að fá nýjan office pakka í tölvurnar mínar. Wordinn er svo flottur að ég er farin að hlakka til að skrifa lokaritgerðina mína. Sagði meira að segja við Mummann minn að wordinn væri svo flottur að ég væri að hugsa um að skrifa bók. Kannski ég geri það, kemur í ljós.

Ætla að hætta núna og bið ykkur um að fara varlega í ræktinni, það er nefnilega ekki gott að meiða sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband