Ég er orðin ári eldri en í gær.

Mér hafa borist kvartanir út af blogginu mínu. Ekki að það sé eitthvað óviðeigandi eða neitt svoleiðis heldur að það sé stórkostlegur skortur á færslum. Mér átti til dæmis að berast afmæliskveðja í gegnum bloggið en vegna tímamarka á athugasemdum var ekki unnt að gera það. Kveðjan barst því á annan hátt ásamt formlegri beiðni um úrbætur.

Annars er svo sem lítið að frétta af mér. Ég vinn og síðan hamast ég við að undirbúa jólin eins og líklega flestir aðrir landsmenn. Mér gengur það ljómandi vel. Jólatréð var skreytt áðan eftir að ég hafði skellt á það u.þ.b. 400 rauðum ljósum. Prinsessan á heimilinu valdi tréð sem er mjög fallegt og að venju óx það helling á þeim tíma sem það beið í bílskúrnum eftir að verða sett upp. Ég get svo svarið fyrir það að það var ekki svona stórt þegar við keyptum það. Ég er að hugsa um að leggja peningana mína inn í bílskúrinn. Þeir hljóta að vaxa líka þar líkt og jólatrén gera alltaf. Kannski verða þeir bara stærri og hver er hagurinn af því.

Jæja núna er ég búin að verða við beiðnunum og blogga og þangað til næst sem ég gæti miðað við undanfarið  orðið ekki alveg strax ætla ég að óska ykkur bloggvinir góðir og einnig öllum öðrum þeim sem hingað villast Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og megi það bera gæfu og lán í ykkar líf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Til hamingju með daginn

Mummi Guð, 22.12.2008 kl. 00:50

2 identicon

Til hamingju með daginn og gleðileg jól

Fríða K (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með afmælið :)

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.12.2008 kl. 08:23

4 identicon

Já Fjóla mín árin bætast á okkur eitt og eitt  en  ef allir litu jafn vel út og þú og hefðu þína útgeislun þá væri það draumur .  til hamingju skvísa  með daginn  

Heiða , Njáll og gaurar (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:42

5 identicon

Til hamingju með daginn 

Vala (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Til hamingju með afmælið, elsku Fjóla mín og óska þér og þinum gleðilegra jóla! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 22.12.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Evaa<3

jæja mamma, ef ég hefði ekki vitað betur hefði ég haldið að þú værir flutt til tunglsins ;o

En til  hamingju með daginn elsku hjartans móðir mín !

Ég elska þig ;*******

Sjáumst í kvöld

Evaa<3, 22.12.2008 kl. 13:12

8 identicon

Innilega til hamingju með afmælið.

 kv. Gummi Á

Gummi (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:59

9 Smámynd: Dísa Dóra

Innilega til hamingju með daginn og jólakveðjur til þín og þinna

Dísa Dóra, 22.12.2008 kl. 21:03

10 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með afmælið þó seint sé...og gleðileg jól elsku Fjóla mín

Ragnheiður , 24.12.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband