22.11.2008 | 23:41
Allt að verða vitlaust og allt úr skorðum fer
Núna er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu. Fólk farið að ryðjast inn á lögreglustöð til að fá fanga látinn lausann sem frekar vildi sitja af sér sekt vegna brota sinna en greiða hana með peningum og er síðan hneykslað á því að lögreglan beiti táragasi til að verjast inngöngunni. Á sama tíma er fólk réttilega að missa sig yfir fólskunni sem sýnd var á myndbandi frá skólalóðinni í Njarðvík um leið og það virðist vera tilbúið til að beita sömu brögðum gegn valdstjórninni og það á að vera í lagi. Ég segi bara eins og nýbúakonan sagði einhvern tímann í Spaugstofunni "ég ekki skilja þessar íslendingur".
En að allt öðru. Ég er búin að vera að baka í dag. Ekki til jólanna heldur í tilefni þess að Gullrassinn minn varð 4 ára síðastliðinn þriðjudag og er ætlunin að halda upp á daginn á morgun. Í tilefni af afmælinu hans fórum við hjónaleysin síðast liðinn sunnudag og umbreyttum Lúllinu hans. Núna er Lúllið svo mikið fallegt. Við höfum gert ýmislegt fyrir Lúllið í sumar og breytt því nokkrum sinnum vegna þess að við vitum ekki hvernig við viljum hafa það og höfum í raun ekki verið sátt við hvernig það hefur verið. Hvernig á maður svo sem að geta verið sáttur við að Lúllið sem barnið manns sefur í sé í einhverjum kirkjugarði? En við reynum og verðum að sætta okkur við það og núna finnst okkur við hafa gert það sem við gætum verið sátt við þar til við munum setja stein á það. Af fenginni reynslu munum við skoða mikið og vel áður en við tökum ákvörðun um stein og ekki panta fyrsta flotta steininn sem við sjáum fyrr en við höfum skoðað marga aðra. Lúllið er allavega mjög fínt í dag og erum við mjög sátt við það. Núna er höfuðverkurinn, hvernig jólaljós eigum við að setja hjá litla Gullrassinum mínum og hvar fáum við jólaljós. Erum að vinna í því.
Erfiðir dagar búnir og fleiri framundan og ég virðist vera að farast úr stressi. Allavega virðist Óli Lokbrá eitthvað vera að svíkja mig. Það er ekki gott fyrir liði og fjölskylduna mína og er ætlunin að fá sér 1 bjór til að vita hvort hann virki ekki eitthvað svipað og pilla í óræðum lit.
En þar til næst bíð ég bara góða nótt og sofið rótt.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kæra Fjóla, svefninn svíkur og þá verður maður svo langþreyttur. Það er svo mikill tætingur í sálinni enda ætti engin mamma að þurfa að jarða barnið sitt! Það er ósanngjarnt og óeðlileg röð lífdaganna
Lögreglan gat ekki brugðist við með öðrum hætti en þeir gerðu í gær. Þeir brugðust ekki við fyrr en innri hurðin var farin að gefa sig.
Ég er ekki hrifin af slíkum aðgerðum
Knús á þig og þína
Ragnheiður , 23.11.2008 kl. 09:31
Ég held Fjóla mín að við verðum allatíð með svöðusár það verður bara misjafnt hvað blæðir mikið úr því.
Fólkið í kringum okkur sem veit ekki hvernig svona sorg er heldur að sárin grói á nokkrum mánuðum sem er alrangt.Það vesta við það er að það er að reina að segja manni hvernig okkur eigi að líð,það séu nú liðnir svo og svo margir mánuðir síðan og maður eigi að vera hættur að velta sér upp úr því aaaarrrrggg
Ef það bara gæti látið okkur í friði.
Hafðu það sem best Fjóla mín ég hugsa mjög oft til þín
Hrönn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:07
Knús i Krús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.11.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.