Merkisdagar

Til hamingju með daginn allir saman, stelpur og strákar. Merkilegur dagur í dag í réttindabaráttu Íslenskra kvenna og að mínu áliti í raun bæða kvenna og karla. Í tilefni þessa merka dags eyddi ég deginum við eilífðarverkefnið mitt, pallinn. Núna er ég að verða búin að smíða girðingu og mig bráðvantar píparann til að tengja sullupollinn svo það sé hægt að skrúfa klæðninguna niður. Og þá er bara að bera á og allt tilbúið.

Skellti í kjúklingasalat í kvöldmatinn sem borðað var fyrir framan imbann þar sem fótboltakappar léku listir sínar af mikilli snilld. Ljótt að sjá þjálfara Þjóðverjanna kveikja sér í sígó í búrinu sem hann var settur í á meðan leiknum stóð því hann mátti víst ekki vera með. Var með einhver uppsteyt við dómara í síðasta leik.

Lúllið 17. júní

Við héldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan eins og aðrir Íslendingar. Við fórum í skrúðgöngu og síðan í Skrúðgarðinn þar sem við reyndum að heyra í fjallkonunni og fleirum en vindurinn tók orðin svo við heyrðum frekar lítið. Hugsuðum ár aftur í tímann en þá fórum við með Gullrassinn okkar í Skrúðgarðinn og mikið svakalega fannst honum það gaman. Þá fékk hann flotta blöðru og fána sem honum fannst æðislega fyndið. Núna fékk Gullrassinn minn líka flotta blöðru og fána og ég er viss um að honum fannst það líka æðislegt gaman.

Þangað til næst langar mig að minna á mikilvægi jafnréttis karla og kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með daginn sömuleiðis.

Frábær mynd af lúllinu. 

Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þegar kviknar á deginum

Höfundur

Fjóla Æ.
Fjóla Æ.

Lífið er stundum erfitt en í samanburði við hvað?

Bloggarar

Topplistinn

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband