10.6.2008 | 10:32
Loksins eitthvað lífsmark frá mér
Ég er búin að komast að því að ég er lélegur bloggari því ég blogga svo sjaldan. Ég hef einnig verið lélegur bloggvinur undanfarið. Skrifa orðið næstum aldrei athugasemdir hjá bloggvinum mínum, en ég les bloggið ykkar oftast á hverjum degi. Stundum veit ég reyndar ekki hvað ég á að segja og stundum langar mig til að segja svo margt en niðurstaðan verður oftast sú að ég skrifa ekki neitt en það er léleg afsökun því það ætti ekki að vera snúið að senda inn smá "halló". Lofa að reyna að bæta mig í því.
Annars er búinn að vera töluverður erill hjá mér að undanförnu. Við fórum á Sumarhátíð hjá Einstökum börnum um helgina og var það ágætt. Þar hittum við bloggvinkonu okkar hana Möggu Ö sem var skemmtilegt. Síðan fórum við í afmælispartý sem var frábær skemmtun, eina sem skyggði á var að bíllinn okkar var rispaður. Einhverjir flipparar ákváðu að það væri sniðugt að skrifa í lakkið. Svo var farið á fótboltaleik sem var spilaður í frábæru veðri sem gerir allt svo miklu skemmtilegra. Og þar sem veðrið er búið að vera svona gott þá hef ég eytt tíma úti á palli við smíðar og loksins er ég farin að sjá það að ég fer sennilega að verða búin að smíða þennan blessaða pall minn. Miðað við tímann sem það hefur tekið mætti ætla að ég sé að viðarklæða alla lóðina. Ég geri reyndar ekkert nema mig langi til þess og það sé nægilega gott veður til að njóta þess. Þessi pallur á nefnilega að vera ánægja alla leið.
Fór síðan í gær og breytti aðeins blómunum á Lúlli Gullrassins og núna er ég sátt við hvernig blómin eru. Annars er það alveg merkilegt að ef við hefðum sett blómin niður nokkrum dögum seinna þá hefði verið búið að tyrfa Lúllið, öll leiðin voru tyrfð nokkrum dögum eftir gróðursetninguna hjá okkur, nema þau sem höfðu gróðursett blóm. Þannig að núna erum við að spá í því hvort að við ættum að reyna einu sinni enn að hitta á einhvern sem vinnur þarna og tyrfa Lúllið að einhverjum hluta. Það er eitt alveg merkilegt, hvenær sem við förum út í garð þá er enginn að vinna þar en við sjáum alltaf einhver merki þess að það vinni þarna einhver eða einhverjir, við förum á morgnana, eftir hádegi, síðdegis og á kvöldin en aldrei er nokkur þar. Við höfum ekki enn farið að nóttu til en við ættum kannski að skoða það, kannski er garðinum sinnt á þeim tíma.
Jæja held þetta sé gott í bili og þangað til næst bið ég um að þið hugsið um hvað þið eigið og hvað það sé sem skiptir raunverulegu máli.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þá ekki ég..... en mikið skelfilega fannst mér sárt að geta ekki hitt þig í gær, ég var svo stutt frá..... og pósturinn til þín var hér heima. En koma tímar og koma ráð, þetta kemst til ykkar, fyrst ekki í gær, þá seinna. Knús á ykkur öll.......
., 10.6.2008 kl. 17:12
Gaman að hitta ykkur og ekki ætla ég að klessa á þig einhverju fyrir bloggleti, er löt sjálf þessa dagana, enda nóg að gera hjá mér.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:16
Kvitti kvitt
Kveðja,
Bryndís, 10.6.2008 kl. 21:03
Knús
Guðrún Hauksdóttir, 10.6.2008 kl. 23:54
Bloggletin er einnig að hrjá mig þessa dagana - svona ásamt sumarfríi og góðu veðri og þá nennir maður ekki að hanga inni í tölvunni ef hún er yfirleitt tengd
Dísa Dóra, 12.6.2008 kl. 17:07
Gísli Torfi, 15.6.2008 kl. 06:51
Það er sko engin skylda að blogga oft og mikið, hvað þá kommenta. Sjálf er ég ritglöð á eigin bloggi en óttalega léleg að kommenta yfirleitt.
Knús til þín og ykkar. Væri til í að sjá mynd af lúllinu við tækifæri!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.6.2008 kl. 01:09
Bara kvitt og knús. Kíki hér af og til og sendi ykkur góðar hugsanir.
Sigrún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.