16.5.2008 | 14:18
Söngstjarnan hún dóttir mín.
Brjálað að gera hjá minni í gær. Byrjaði eftir hádegi að greiða og krulla hárið á prinsessunni minni vegna sögvakeppni sem haldin var í skólanum hennar. Keppnin er í tengslum við evróvision og kallast því Mylluvision. Prinsessan var löngu búin að ákveða að taka þátt í keppninni, hún tók einnig þátt í fyrra með annarri stelpu. Þá fannst ekki playback fyrir lagið þannig að þær urðu að syngja án undirspils. Þá lentu þær í 3. sæti. Núna ætlaði hún að syngja á íslensku eitt ákveðið lag en fékk því
miður svar of seint frá höfundum lagsins um playbackið þannig að hún ákvað að syngja lagið Fabulus úr High school musical í staðinn. Fékk 2 vinkonur sínar til að dansa með sér en sá sjálf um sönginn. Til að gera langa sögu stutta þá var gríðarlega hamingjusöm stúlka sem sveif heim í 7. himni eftir að hafa sigrað keppina með glæsibrag. Verð að viðurkenna að barnið hefur afar fallega rödd og mikið raddsvið og þrátt fyrir ungan aldur er röddin vel þroskuð. Hún verður örugglega fræg einhvern daginn, það er að segja ef hún vill það. Ok ég er að springa úr monti en ég má það. Ég er mamma hennar.
Fór síðan eftir söngvakeppnina á fótboltaleik og einhverra hluta vegna datt mér í hug að taka með mér teppi. Hef ekki gert það áður. Ég get svo svarið það að þetta teppi varð okkur til lífs. Þvílíkur kuldi. Meira að segja var mínum yndislega unnusta ískalt og er það mikið sagt. Honum er næstum alltaf heitt. Fórum síðan heim glöð í bragði eftir sigra dagsins, bæði í söng og sparki og fengum okkur að borða nautasteikina sem ég grillaði um leið og ég greiddi stjörnunni.
En þar til næst bið ég alla um að eiga stórgóða helgi og knúsast svolítið fyrir mig.
Ps. Takk kærlega fyrir upplýsingarnar sem ég var að vandræðast með í síðustu færslu.
Um bloggið
Þegar kviknar á deginum
Tenglar
Fólk á förnum vegi
- Huginn Heiðar Ofurkrúttið
- Berglind vinkona
- Stína Blöndal
- Árný
- Ragnheiður
Vert að skoða
Bloggvinir
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Ásdís Rán
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gerða Kristjáns
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- .
- Dísa Dóra
- Ólafur fannberg
- Huld S. Ringsted
- Gísli Torfi
- Halla Rut
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Lady Elín
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Gulli litli
- Bryndís
- Brynja skordal
- Vertu með á nótunum
- Guðrún Hauksdóttir
- Erna Sif Gunnarsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Bwahahaha...
- Ragnar Emil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með söngfulginn þinn
Ég skal hlýða fyrirmælunum og knúsast alveg helling um helgina - vona að þú knúsist helling líka
Dísa Dóra, 16.5.2008 kl. 14:45
Til hamingju með prinsessuna þína, frábær og falleg stelpa
Guðrún Hauksdóttir, 16.5.2008 kl. 15:06
Frábært! Til hamingju með hana elskuleg!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.5.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.